Hið meinta samviskufrelsi Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifar 1. október 2015 07:00 Það er skilningur okkar og sannfæring byggð á upplýstri samvisku, að kirkjan geti aldrei meinað tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar uppfylli þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap. Því miður er það svo að í röðum presta Þjóðkirkjunnar er fámennur hópur sem telur að með svokölluðu samviskufrelsi hafi þeir vald sem er meira og stærra en kærleikur Krists og geti þannig neitað fólki um þjónustu. Sami fámenni hópur ætlar líka að ógilda þá stöðu að prestar sem eru í þjónustu Þjóðkirkjunnar eru embættismenn og samkvæmt lögum geta þeir því ekki meinað fólki um þjónustu. Annað gilti væru prestar ekki embættismenn heldur starfsmenn hóps sem hefði sameinast um sinn skilning á lífi og tilveru. Það er kannski löngun þessara svokölluðu samviskufrjálsu að búa til slíkan sértrúarhóp? Sá hópur yrði aldrei Þjóðkirkja heldur afar fámennur sértrúarhópur þar sem sumir væru blessaðir og aðrir væru það ekki því þeir uppfylla ekki skilyrðin um kærleikann. Það er dapurlegt ef nú á að fara að búa til eitthvert sérfrelsi til að skilyrða kærleiksboðskap Krists. Og fordæma og hafna fólki á grundvelli svokallaðs samviskufrelsis. Leiðtogi okkar Kristur þurfti að kljást við prestastétt síns tíma. Samviskufrelsi þeirra réðst á hann sem persónu, á boðskap hans um kærleika og jafna stöðu alls fólks. Samviskufrelsi þeirra hafði það að markmiði að einangra fólk, fá fólk til að efast um sjálft sig og stöðu sína. Þeir sögðust allir meina vel, þrælbundnir af frjálsri samvisku sinni. Orðið embætti er dregið af orðinu ambátt sem þýðir þjónusta við alla. Það er dapurlegt ef Þjóðkirkjan leyfir starfsfólki sínu að blessa suma en aðra ekki. Það er mikilvægt að hún tali afdráttarlaust og það verði lokaorðin í þessu máli: Prestar hafa ekki leyfi til að meina fólki um hjúskap uppfylli það lögformleg skilyrði. Það væri dapurlegt ef það færi þannig að prestar misstu vígsluvald sitt. Enn og aftur er það fámennur hópur sem ætlar að ógna samfylgd þjóðarinnar og kirkjunnar. Þjóðin er löngu búin að gera upp hug sinn í þessu máli. Samviskufrelsi þjóðarinnar hefur fyrir löngu afgreitt fordóma gegn kynhneigð fólks sem úrelta og meiðandi. Blessunin á að vera fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 28.12.2024 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það er skilningur okkar og sannfæring byggð á upplýstri samvisku, að kirkjan geti aldrei meinað tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar uppfylli þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap. Því miður er það svo að í röðum presta Þjóðkirkjunnar er fámennur hópur sem telur að með svokölluðu samviskufrelsi hafi þeir vald sem er meira og stærra en kærleikur Krists og geti þannig neitað fólki um þjónustu. Sami fámenni hópur ætlar líka að ógilda þá stöðu að prestar sem eru í þjónustu Þjóðkirkjunnar eru embættismenn og samkvæmt lögum geta þeir því ekki meinað fólki um þjónustu. Annað gilti væru prestar ekki embættismenn heldur starfsmenn hóps sem hefði sameinast um sinn skilning á lífi og tilveru. Það er kannski löngun þessara svokölluðu samviskufrjálsu að búa til slíkan sértrúarhóp? Sá hópur yrði aldrei Þjóðkirkja heldur afar fámennur sértrúarhópur þar sem sumir væru blessaðir og aðrir væru það ekki því þeir uppfylla ekki skilyrðin um kærleikann. Það er dapurlegt ef nú á að fara að búa til eitthvert sérfrelsi til að skilyrða kærleiksboðskap Krists. Og fordæma og hafna fólki á grundvelli svokallaðs samviskufrelsis. Leiðtogi okkar Kristur þurfti að kljást við prestastétt síns tíma. Samviskufrelsi þeirra réðst á hann sem persónu, á boðskap hans um kærleika og jafna stöðu alls fólks. Samviskufrelsi þeirra hafði það að markmiði að einangra fólk, fá fólk til að efast um sjálft sig og stöðu sína. Þeir sögðust allir meina vel, þrælbundnir af frjálsri samvisku sinni. Orðið embætti er dregið af orðinu ambátt sem þýðir þjónusta við alla. Það er dapurlegt ef Þjóðkirkjan leyfir starfsfólki sínu að blessa suma en aðra ekki. Það er mikilvægt að hún tali afdráttarlaust og það verði lokaorðin í þessu máli: Prestar hafa ekki leyfi til að meina fólki um hjúskap uppfylli það lögformleg skilyrði. Það væri dapurlegt ef það færi þannig að prestar misstu vígsluvald sitt. Enn og aftur er það fámennur hópur sem ætlar að ógna samfylgd þjóðarinnar og kirkjunnar. Þjóðin er löngu búin að gera upp hug sinn í þessu máli. Samviskufrelsi þjóðarinnar hefur fyrir löngu afgreitt fordóma gegn kynhneigð fólks sem úrelta og meiðandi. Blessunin á að vera fyrir alla.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun