Viðskipti innlent

Fjórði stærsti skráningardagurinn eftir hrun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í dag nam velta með hlutabréf Símans 622 milljónum króna.
Í dag nam velta með hlutabréf Símans 622 milljónum króna.
Velta með hlutabréf í Símanum nam 622 milljónum króna í dag. Einungis þrisvar áður hefur velta með bréf fyrirtækjanna verið meiri á fyrsta viðskiptadegi, af þeim fyrirtækjum sem skráð hafa verið frá hruni.

Mest var veltan daginn sem Vátryggingarfélag Íslands var skráð í apríl 2014, en þá nam velta með hlutabréf VÍS 1,46 milljarði króna. Næstmesta veltan var hjá Tryggingmiðstöðinni í maí 2013, en hún nam 1,3 milljarði króna. Loks námu hlutabréfaviðskipti á skráningardegi N1 733 milljónum króna. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×