Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-14 | Afturelding á afturfótunum Elvar Geir Magnússon í Safamýri skrifar 15. október 2015 21:45 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag." Olís-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira
Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag."
Olís-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira