Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-14 | Afturelding á afturfótunum Elvar Geir Magnússon í Safamýri skrifar 15. október 2015 21:45 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag." Olís-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag."
Olís-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira