Systur og fyrrum liðsfélagar mætast í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 15:00 Sylvía Rún Hálfdanardóttir mætir eldri systur sinni í kvöld. Vísir/Anton Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum