Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2015 08:50 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. Þingmennirnir vilja meðal annars fá að vita hver áhrif ákvarðana forseta Bandaríkjanna um að beita Ísland diplómatískum refsiaðgerðum hafði. Beiðnin var lögð fram á Alþingi í gær og er í sex liðum. Óskað er eftir mati á stefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn alþjóðlegri verslun með dýr í útrýmingarhættu. Þá vilja þingmennirnir að fjallað verði um hvort ástæðan fyrir því að bandarískir ráðherrar hafi ekki heimsótt Ísland um margra ára skeið, eða frá því Condoleezza Rice kom hingað til lands árið 2008, tengist hvalveiðum Íslendinga. Þá er jafnframt óskað eftir mati á því hvort alþjóðleg verslun með hvalaafurðir hafi haft áhrif á sölu og markaðssetningu íslenskra gæðamatvæla í verslunum erlendis, til að mynda í Whole Foods Market og sambærilegum verslunum. Þingmennirnir vilja að vita hvort orðspor Íslands hafi skaðast vegna alþjóðlegrar verslunar með hvalaafurðir, og vísa til þess að skipa- og flugfélög neita að flytja vörur sem eru á lista samnings yfir dýr í útrýmingarhættu og aukinnar áherslu aðildarríkjanna að stöðva slíka verslun. Einnig vilja þeir að gert verði mat á lagaramma sem gildi um hvalveiðar í Bandaríkjunum, og óska eftir að upplýst verði hvort forseti Bandaríkjanna hafi með refsiaðgerðum sínum gegn Íslandi árin 2011 og 2014 farið að öllum tillögum ráðherranna um aðgerðir. Að lokum er óskað eftir að í skýrslunni verði birtur listi yfir öll þau ríki heims sem hafa opinberlega mótmælt veiðum á hrefnu og langreyði við Ísland og að fjallað verði um utanríkispólitíska hagsmuni Íslands í því sambandi.Beiðnina má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök Bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum. 16. september 2011 12:06 Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Óttast áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu og orðspor Íslands Ferðamálaráð lýsir áhyggjum af áhrifum hvalveiða á ferðaþjónustu og orðspor landsins. Ráðið hefur sent Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra, ráðherra ferðamála, yfirlýsingu þess efnis að ráðið taki undir þær áhyggjur sem Samtök ferðaþjónustunnar og fyrirtæki í Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, hafa þegar lýst af fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. 6. mars 2009 14:52 Vill að Íslendingar íhugi að draga úr hvalveiðum „Ísland er stundum litið hornauga vegna þessara veiða,“ segir utanríkisráðherra. 20. júlí 2015 13:20 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Vill að Gunnar Bragi sanni fullyrðingar um að hvalveiðar skaði ímynd þjóðarinnar „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. 5. ágúst 2015 12:51 Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. Þingmennirnir vilja meðal annars fá að vita hver áhrif ákvarðana forseta Bandaríkjanna um að beita Ísland diplómatískum refsiaðgerðum hafði. Beiðnin var lögð fram á Alþingi í gær og er í sex liðum. Óskað er eftir mati á stefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn alþjóðlegri verslun með dýr í útrýmingarhættu. Þá vilja þingmennirnir að fjallað verði um hvort ástæðan fyrir því að bandarískir ráðherrar hafi ekki heimsótt Ísland um margra ára skeið, eða frá því Condoleezza Rice kom hingað til lands árið 2008, tengist hvalveiðum Íslendinga. Þá er jafnframt óskað eftir mati á því hvort alþjóðleg verslun með hvalaafurðir hafi haft áhrif á sölu og markaðssetningu íslenskra gæðamatvæla í verslunum erlendis, til að mynda í Whole Foods Market og sambærilegum verslunum. Þingmennirnir vilja að vita hvort orðspor Íslands hafi skaðast vegna alþjóðlegrar verslunar með hvalaafurðir, og vísa til þess að skipa- og flugfélög neita að flytja vörur sem eru á lista samnings yfir dýr í útrýmingarhættu og aukinnar áherslu aðildarríkjanna að stöðva slíka verslun. Einnig vilja þeir að gert verði mat á lagaramma sem gildi um hvalveiðar í Bandaríkjunum, og óska eftir að upplýst verði hvort forseti Bandaríkjanna hafi með refsiaðgerðum sínum gegn Íslandi árin 2011 og 2014 farið að öllum tillögum ráðherranna um aðgerðir. Að lokum er óskað eftir að í skýrslunni verði birtur listi yfir öll þau ríki heims sem hafa opinberlega mótmælt veiðum á hrefnu og langreyði við Ísland og að fjallað verði um utanríkispólitíska hagsmuni Íslands í því sambandi.Beiðnina má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök Bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum. 16. september 2011 12:06 Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Óttast áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu og orðspor Íslands Ferðamálaráð lýsir áhyggjum af áhrifum hvalveiða á ferðaþjónustu og orðspor landsins. Ráðið hefur sent Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra, ráðherra ferðamála, yfirlýsingu þess efnis að ráðið taki undir þær áhyggjur sem Samtök ferðaþjónustunnar og fyrirtæki í Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, hafa þegar lýst af fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. 6. mars 2009 14:52 Vill að Íslendingar íhugi að draga úr hvalveiðum „Ísland er stundum litið hornauga vegna þessara veiða,“ segir utanríkisráðherra. 20. júlí 2015 13:20 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Vill að Gunnar Bragi sanni fullyrðingar um að hvalveiðar skaði ímynd þjóðarinnar „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. 5. ágúst 2015 12:51 Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök Bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum. 16. september 2011 12:06
Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39
Óttast áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu og orðspor Íslands Ferðamálaráð lýsir áhyggjum af áhrifum hvalveiða á ferðaþjónustu og orðspor landsins. Ráðið hefur sent Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra, ráðherra ferðamála, yfirlýsingu þess efnis að ráðið taki undir þær áhyggjur sem Samtök ferðaþjónustunnar og fyrirtæki í Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, hafa þegar lýst af fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. 6. mars 2009 14:52
Vill að Íslendingar íhugi að draga úr hvalveiðum „Ísland er stundum litið hornauga vegna þessara veiða,“ segir utanríkisráðherra. 20. júlí 2015 13:20
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30
Vill að Gunnar Bragi sanni fullyrðingar um að hvalveiðar skaði ímynd þjóðarinnar „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. 5. ágúst 2015 12:51
Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46