Einn lögregluþjónn á hverja 2.000 ferðamenn Svavar Hávarðsson skrifar 14. október 2015 07:00 Verkefnum lögreglu vegna ferðamanna hefur fjölgað um tugi prósenta árlega - en á sama tíma hefur fækkað í liði þeirra. vísir/valli Stöðug fjölgun ferðamanna undanfarin ár reynir mjög á þolrif lögreglu, enda hefur verkefnum þeim tengdum fjölgað um tugi prósenta í réttu hlutfalli við fjölgun þeirra. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur lengi legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007 úr 712 í 640, sem voru við störf í febrúar síðastliðnum. „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið. Undir þá skoðun tók Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem telur að lögreglan þyrfti að hafa á að skipa 860 lögregluþjónum hið minnsta miðað við verkefni og skyldur. Þegar tölfræði ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna frá árinu 2007 til 2015 er borin saman við upplýsingar um komur ferðamanna á sama tímabili kemur í ljós að árið 2007 var einn lögregluþjónn að störfum fyrir hvern 680 ferðamann. Hóflegar spár um fjölda ferðamanna árið 2015 sýna að á hvern lögregluþjón á landinu koma til landsins í ár um 2.000 ferðamenn. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2013 – Skýrsla um eflingu lögreglunnar; Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland – er talið nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum um 253 til ársins 2017. Þar er tiltekið hvað það þýðir fyrir hvert umdæmi lögreglu í landinu, og sagt að Suðurland skuli hafa 60 manna lið árið 2017. Kjartan Þorkelsson er lögreglustjóri á Suðurlandi, en þar er þungi af tíðari komum ferðamanna á landsbyggðinni hvað mestur. „Við erum 37 í dag fyrir svæðið frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Álagið er gríðarlega mikið og við gerum skýlausa kröfu um að lögreglumönnum verði fjölgað,“ segir Kjartan. Spurður um aukið álag vegna ferðaþjónustunnar segir Kjartan að gullni hringurinn, hálendið, Þórsmörk, Reynisfjara, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Jökulsárlón falli undir þeirra verksvið svo fáeinir staðir séu nefndir sem ferðamenn sækja í þúsunda vís. Kjartan segir að það liggi í hlutarins eðli að mikill tími fari í að sinna ferðafólki og á meðan líði frumkvæðisrannsóknir af öllu tagi fyrir. Síðan verði að skoða öryggisþáttinn sérstaklega – bæði fyrir ferðamenn og alla aðra. Tengdar fréttir Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Stöðug fjölgun ferðamanna undanfarin ár reynir mjög á þolrif lögreglu, enda hefur verkefnum þeim tengdum fjölgað um tugi prósenta í réttu hlutfalli við fjölgun þeirra. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur lengi legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007 úr 712 í 640, sem voru við störf í febrúar síðastliðnum. „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið. Undir þá skoðun tók Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem telur að lögreglan þyrfti að hafa á að skipa 860 lögregluþjónum hið minnsta miðað við verkefni og skyldur. Þegar tölfræði ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna frá árinu 2007 til 2015 er borin saman við upplýsingar um komur ferðamanna á sama tímabili kemur í ljós að árið 2007 var einn lögregluþjónn að störfum fyrir hvern 680 ferðamann. Hóflegar spár um fjölda ferðamanna árið 2015 sýna að á hvern lögregluþjón á landinu koma til landsins í ár um 2.000 ferðamenn. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2013 – Skýrsla um eflingu lögreglunnar; Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland – er talið nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum um 253 til ársins 2017. Þar er tiltekið hvað það þýðir fyrir hvert umdæmi lögreglu í landinu, og sagt að Suðurland skuli hafa 60 manna lið árið 2017. Kjartan Þorkelsson er lögreglustjóri á Suðurlandi, en þar er þungi af tíðari komum ferðamanna á landsbyggðinni hvað mestur. „Við erum 37 í dag fyrir svæðið frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Álagið er gríðarlega mikið og við gerum skýlausa kröfu um að lögreglumönnum verði fjölgað,“ segir Kjartan. Spurður um aukið álag vegna ferðaþjónustunnar segir Kjartan að gullni hringurinn, hálendið, Þórsmörk, Reynisfjara, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Jökulsárlón falli undir þeirra verksvið svo fáeinir staðir séu nefndir sem ferðamenn sækja í þúsunda vís. Kjartan segir að það liggi í hlutarins eðli að mikill tími fari í að sinna ferðafólki og á meðan líði frumkvæðisrannsóknir af öllu tagi fyrir. Síðan verði að skoða öryggisþáttinn sérstaklega – bæði fyrir ferðamenn og alla aðra.
Tengdar fréttir Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00