Einn lögregluþjónn á hverja 2.000 ferðamenn Svavar Hávarðsson skrifar 14. október 2015 07:00 Verkefnum lögreglu vegna ferðamanna hefur fjölgað um tugi prósenta árlega - en á sama tíma hefur fækkað í liði þeirra. vísir/valli Stöðug fjölgun ferðamanna undanfarin ár reynir mjög á þolrif lögreglu, enda hefur verkefnum þeim tengdum fjölgað um tugi prósenta í réttu hlutfalli við fjölgun þeirra. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur lengi legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007 úr 712 í 640, sem voru við störf í febrúar síðastliðnum. „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið. Undir þá skoðun tók Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem telur að lögreglan þyrfti að hafa á að skipa 860 lögregluþjónum hið minnsta miðað við verkefni og skyldur. Þegar tölfræði ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna frá árinu 2007 til 2015 er borin saman við upplýsingar um komur ferðamanna á sama tímabili kemur í ljós að árið 2007 var einn lögregluþjónn að störfum fyrir hvern 680 ferðamann. Hóflegar spár um fjölda ferðamanna árið 2015 sýna að á hvern lögregluþjón á landinu koma til landsins í ár um 2.000 ferðamenn. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2013 – Skýrsla um eflingu lögreglunnar; Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland – er talið nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum um 253 til ársins 2017. Þar er tiltekið hvað það þýðir fyrir hvert umdæmi lögreglu í landinu, og sagt að Suðurland skuli hafa 60 manna lið árið 2017. Kjartan Þorkelsson er lögreglustjóri á Suðurlandi, en þar er þungi af tíðari komum ferðamanna á landsbyggðinni hvað mestur. „Við erum 37 í dag fyrir svæðið frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Álagið er gríðarlega mikið og við gerum skýlausa kröfu um að lögreglumönnum verði fjölgað,“ segir Kjartan. Spurður um aukið álag vegna ferðaþjónustunnar segir Kjartan að gullni hringurinn, hálendið, Þórsmörk, Reynisfjara, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Jökulsárlón falli undir þeirra verksvið svo fáeinir staðir séu nefndir sem ferðamenn sækja í þúsunda vís. Kjartan segir að það liggi í hlutarins eðli að mikill tími fari í að sinna ferðafólki og á meðan líði frumkvæðisrannsóknir af öllu tagi fyrir. Síðan verði að skoða öryggisþáttinn sérstaklega – bæði fyrir ferðamenn og alla aðra. Tengdar fréttir Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Stöðug fjölgun ferðamanna undanfarin ár reynir mjög á þolrif lögreglu, enda hefur verkefnum þeim tengdum fjölgað um tugi prósenta í réttu hlutfalli við fjölgun þeirra. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur lengi legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007 úr 712 í 640, sem voru við störf í febrúar síðastliðnum. „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið. Undir þá skoðun tók Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem telur að lögreglan þyrfti að hafa á að skipa 860 lögregluþjónum hið minnsta miðað við verkefni og skyldur. Þegar tölfræði ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna frá árinu 2007 til 2015 er borin saman við upplýsingar um komur ferðamanna á sama tímabili kemur í ljós að árið 2007 var einn lögregluþjónn að störfum fyrir hvern 680 ferðamann. Hóflegar spár um fjölda ferðamanna árið 2015 sýna að á hvern lögregluþjón á landinu koma til landsins í ár um 2.000 ferðamenn. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2013 – Skýrsla um eflingu lögreglunnar; Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland – er talið nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum um 253 til ársins 2017. Þar er tiltekið hvað það þýðir fyrir hvert umdæmi lögreglu í landinu, og sagt að Suðurland skuli hafa 60 manna lið árið 2017. Kjartan Þorkelsson er lögreglustjóri á Suðurlandi, en þar er þungi af tíðari komum ferðamanna á landsbyggðinni hvað mestur. „Við erum 37 í dag fyrir svæðið frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Álagið er gríðarlega mikið og við gerum skýlausa kröfu um að lögreglumönnum verði fjölgað,“ segir Kjartan. Spurður um aukið álag vegna ferðaþjónustunnar segir Kjartan að gullni hringurinn, hálendið, Þórsmörk, Reynisfjara, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Jökulsárlón falli undir þeirra verksvið svo fáeinir staðir séu nefndir sem ferðamenn sækja í þúsunda vís. Kjartan segir að það liggi í hlutarins eðli að mikill tími fari í að sinna ferðafólki og á meðan líði frumkvæðisrannsóknir af öllu tagi fyrir. Síðan verði að skoða öryggisþáttinn sérstaklega – bæði fyrir ferðamenn og alla aðra.
Tengdar fréttir Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00