Uppnám á vinnumarkaði ef allir elta gerðardóm Höskuldur Kári Schram skrifar 13. október 2015 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum. Boðað hefur verið til samningafundar í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið á morgun en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast eftir rúman sólahring. Verkfallið nær til nærri fimm þúsund opinberra starfsmanna og mun hafa veruleg áhrif á fjölmargar stofnanir. Staðan var meðal annars rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en félögin hafa miðað sínar kröfur við niðurstöðu gerðardóms frá því í sumar. Forsætisráðherra segist hafa mikinn skilning á stöðu og kröfu þessara félaganna. „Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að það verði ekki samið með þeim hætti að það setji allt í uppnám. Því að gerðardómur tók til 3 prósenta fólks á vinnumarkaði og við megum ekki missa hin 97 prósentin inn í algjört uppnám núna þegar það er tækifæri til að bæta kjör allra verulega. Það þarf líka að hafa í huga að þessar mikilvægu undirstöðustéttir dragist ekki aftur úr öðrum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur vill að SALEK hópurinn svokallaði verði kallaður saman á ný. Hópurinn, sem var skipaður aðilum vinnumarkaðarins, hafði það markmið að ná fram stöðugleika í launaþróun. Viðræður sigldu í strand í byrjun þessa mánaðar en Sigmundur segir að ríkisstjórnin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að viðræður geti hafist á ný. „Það væri æskilegt ef hægt væri að ná saman um frestun [verkfallsaðgerða] á meðan SALEK hópurinn tekur aftur upp þráðinn. Án þess að maður sé að fara fram á einhverja eftirgjöf á kröfum. Þessi vinna hafði skilað árangri og ég held að það væri þess virði að reyna það aftur,“ segir Sigmundur. Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum. Boðað hefur verið til samningafundar í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið á morgun en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast eftir rúman sólahring. Verkfallið nær til nærri fimm þúsund opinberra starfsmanna og mun hafa veruleg áhrif á fjölmargar stofnanir. Staðan var meðal annars rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en félögin hafa miðað sínar kröfur við niðurstöðu gerðardóms frá því í sumar. Forsætisráðherra segist hafa mikinn skilning á stöðu og kröfu þessara félaganna. „Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að það verði ekki samið með þeim hætti að það setji allt í uppnám. Því að gerðardómur tók til 3 prósenta fólks á vinnumarkaði og við megum ekki missa hin 97 prósentin inn í algjört uppnám núna þegar það er tækifæri til að bæta kjör allra verulega. Það þarf líka að hafa í huga að þessar mikilvægu undirstöðustéttir dragist ekki aftur úr öðrum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur vill að SALEK hópurinn svokallaði verði kallaður saman á ný. Hópurinn, sem var skipaður aðilum vinnumarkaðarins, hafði það markmið að ná fram stöðugleika í launaþróun. Viðræður sigldu í strand í byrjun þessa mánaðar en Sigmundur segir að ríkisstjórnin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að viðræður geti hafist á ný. „Það væri æskilegt ef hægt væri að ná saman um frestun [verkfallsaðgerða] á meðan SALEK hópurinn tekur aftur upp þráðinn. Án þess að maður sé að fara fram á einhverja eftirgjöf á kröfum. Þessi vinna hafði skilað árangri og ég held að það væri þess virði að reyna það aftur,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira