Uppnám á vinnumarkaði ef allir elta gerðardóm Höskuldur Kári Schram skrifar 13. október 2015 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum. Boðað hefur verið til samningafundar í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið á morgun en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast eftir rúman sólahring. Verkfallið nær til nærri fimm þúsund opinberra starfsmanna og mun hafa veruleg áhrif á fjölmargar stofnanir. Staðan var meðal annars rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en félögin hafa miðað sínar kröfur við niðurstöðu gerðardóms frá því í sumar. Forsætisráðherra segist hafa mikinn skilning á stöðu og kröfu þessara félaganna. „Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að það verði ekki samið með þeim hætti að það setji allt í uppnám. Því að gerðardómur tók til 3 prósenta fólks á vinnumarkaði og við megum ekki missa hin 97 prósentin inn í algjört uppnám núna þegar það er tækifæri til að bæta kjör allra verulega. Það þarf líka að hafa í huga að þessar mikilvægu undirstöðustéttir dragist ekki aftur úr öðrum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur vill að SALEK hópurinn svokallaði verði kallaður saman á ný. Hópurinn, sem var skipaður aðilum vinnumarkaðarins, hafði það markmið að ná fram stöðugleika í launaþróun. Viðræður sigldu í strand í byrjun þessa mánaðar en Sigmundur segir að ríkisstjórnin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að viðræður geti hafist á ný. „Það væri æskilegt ef hægt væri að ná saman um frestun [verkfallsaðgerða] á meðan SALEK hópurinn tekur aftur upp þráðinn. Án þess að maður sé að fara fram á einhverja eftirgjöf á kröfum. Þessi vinna hafði skilað árangri og ég held að það væri þess virði að reyna það aftur,“ segir Sigmundur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum. Boðað hefur verið til samningafundar í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið á morgun en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast eftir rúman sólahring. Verkfallið nær til nærri fimm þúsund opinberra starfsmanna og mun hafa veruleg áhrif á fjölmargar stofnanir. Staðan var meðal annars rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en félögin hafa miðað sínar kröfur við niðurstöðu gerðardóms frá því í sumar. Forsætisráðherra segist hafa mikinn skilning á stöðu og kröfu þessara félaganna. „Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að það verði ekki samið með þeim hætti að það setji allt í uppnám. Því að gerðardómur tók til 3 prósenta fólks á vinnumarkaði og við megum ekki missa hin 97 prósentin inn í algjört uppnám núna þegar það er tækifæri til að bæta kjör allra verulega. Það þarf líka að hafa í huga að þessar mikilvægu undirstöðustéttir dragist ekki aftur úr öðrum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur vill að SALEK hópurinn svokallaði verði kallaður saman á ný. Hópurinn, sem var skipaður aðilum vinnumarkaðarins, hafði það markmið að ná fram stöðugleika í launaþróun. Viðræður sigldu í strand í byrjun þessa mánaðar en Sigmundur segir að ríkisstjórnin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að viðræður geti hafist á ný. „Það væri æskilegt ef hægt væri að ná saman um frestun [verkfallsaðgerða] á meðan SALEK hópurinn tekur aftur upp þráðinn. Án þess að maður sé að fara fram á einhverja eftirgjöf á kröfum. Þessi vinna hafði skilað árangri og ég held að það væri þess virði að reyna það aftur,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira