Uppnám á vinnumarkaði ef allir elta gerðardóm Höskuldur Kári Schram skrifar 13. október 2015 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum. Boðað hefur verið til samningafundar í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið á morgun en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast eftir rúman sólahring. Verkfallið nær til nærri fimm þúsund opinberra starfsmanna og mun hafa veruleg áhrif á fjölmargar stofnanir. Staðan var meðal annars rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en félögin hafa miðað sínar kröfur við niðurstöðu gerðardóms frá því í sumar. Forsætisráðherra segist hafa mikinn skilning á stöðu og kröfu þessara félaganna. „Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að það verði ekki samið með þeim hætti að það setji allt í uppnám. Því að gerðardómur tók til 3 prósenta fólks á vinnumarkaði og við megum ekki missa hin 97 prósentin inn í algjört uppnám núna þegar það er tækifæri til að bæta kjör allra verulega. Það þarf líka að hafa í huga að þessar mikilvægu undirstöðustéttir dragist ekki aftur úr öðrum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur vill að SALEK hópurinn svokallaði verði kallaður saman á ný. Hópurinn, sem var skipaður aðilum vinnumarkaðarins, hafði það markmið að ná fram stöðugleika í launaþróun. Viðræður sigldu í strand í byrjun þessa mánaðar en Sigmundur segir að ríkisstjórnin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að viðræður geti hafist á ný. „Það væri æskilegt ef hægt væri að ná saman um frestun [verkfallsaðgerða] á meðan SALEK hópurinn tekur aftur upp þráðinn. Án þess að maður sé að fara fram á einhverja eftirgjöf á kröfum. Þessi vinna hafði skilað árangri og ég held að það væri þess virði að reyna það aftur,“ segir Sigmundur. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum. Boðað hefur verið til samningafundar í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið á morgun en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast eftir rúman sólahring. Verkfallið nær til nærri fimm þúsund opinberra starfsmanna og mun hafa veruleg áhrif á fjölmargar stofnanir. Staðan var meðal annars rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en félögin hafa miðað sínar kröfur við niðurstöðu gerðardóms frá því í sumar. Forsætisráðherra segist hafa mikinn skilning á stöðu og kröfu þessara félaganna. „Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að það verði ekki samið með þeim hætti að það setji allt í uppnám. Því að gerðardómur tók til 3 prósenta fólks á vinnumarkaði og við megum ekki missa hin 97 prósentin inn í algjört uppnám núna þegar það er tækifæri til að bæta kjör allra verulega. Það þarf líka að hafa í huga að þessar mikilvægu undirstöðustéttir dragist ekki aftur úr öðrum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur vill að SALEK hópurinn svokallaði verði kallaður saman á ný. Hópurinn, sem var skipaður aðilum vinnumarkaðarins, hafði það markmið að ná fram stöðugleika í launaþróun. Viðræður sigldu í strand í byrjun þessa mánaðar en Sigmundur segir að ríkisstjórnin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að viðræður geti hafist á ný. „Það væri æskilegt ef hægt væri að ná saman um frestun [verkfallsaðgerða] á meðan SALEK hópurinn tekur aftur upp þráðinn. Án þess að maður sé að fara fram á einhverja eftirgjöf á kröfum. Þessi vinna hafði skilað árangri og ég held að það væri þess virði að reyna það aftur,“ segir Sigmundur.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira