Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum ingvar haraldsson skrifar 13. október 2015 15:31 Svona mun Keflavíkurflugvöllur líta út árið 2040 gangi áætlanir um uppbyggingu flugvallarins eftir. mynd/isavia Gangi áform um stækkun Keflavíkurflugvallar eftir mun hann geta tekið á móti 14 milljónum farþega miðað við núverandi álagsdreifingu og allt að 25 milljónir miðað við jafnari dreifingu. Þetta gæti því farið svo að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum en á síðasta ári þegar 3,87 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlun um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2040 var kynnt í dag á ný eftir samráð við hagsmunaaðila.Sjá einnig: Leifsstöð mun tvöfaldast „Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda“ segir í umfjöllun um áætlunina á vefsvæði Isavia.Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist í lok árs 2016, en verkið verður unnið í áföngum.Spá Isavia um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fram til 2014.mynd/isaviaEykur möguleika á gjaldeyristekjum vegna ferðamanna Bent er á að þróunaráætlunin muni styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Í nýútkomnum Vegvísi í ferðaþjónustu sé gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega og fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þarf að vera aðstaða til að koma þeim til landsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll.“Ekki gert ráð fyrir fjármögnun ríkisinsStækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Ljóst þykir að fyrsti áfanginn verði stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna. Isavia metur möguleika til fjármögnunar góða auk þess að til staðar séu tækifæri fyrir aðkomu annarra að Isavia. Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Gangi áform um stækkun Keflavíkurflugvallar eftir mun hann geta tekið á móti 14 milljónum farþega miðað við núverandi álagsdreifingu og allt að 25 milljónir miðað við jafnari dreifingu. Þetta gæti því farið svo að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum en á síðasta ári þegar 3,87 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlun um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2040 var kynnt í dag á ný eftir samráð við hagsmunaaðila.Sjá einnig: Leifsstöð mun tvöfaldast „Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda“ segir í umfjöllun um áætlunina á vefsvæði Isavia.Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist í lok árs 2016, en verkið verður unnið í áföngum.Spá Isavia um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fram til 2014.mynd/isaviaEykur möguleika á gjaldeyristekjum vegna ferðamanna Bent er á að þróunaráætlunin muni styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Í nýútkomnum Vegvísi í ferðaþjónustu sé gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega og fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þarf að vera aðstaða til að koma þeim til landsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll.“Ekki gert ráð fyrir fjármögnun ríkisinsStækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Ljóst þykir að fyrsti áfanginn verði stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna. Isavia metur möguleika til fjármögnunar góða auk þess að til staðar séu tækifæri fyrir aðkomu annarra að Isavia.
Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00
Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05