Viðskipti innlent

Twitter segir upp tólfta hverjum starfsmanni

ingvar haraldsson skrifar
Jack Dorsey er einn stofnenda Twitter. Hann var ráðinn forstjóri til bráðabirgða í júlí en ráðningin var gerð varanleg í október.
Jack Dorsey er einn stofnenda Twitter. Hann var ráðinn forstjóri til bráðabirgða í júlí en ráðningin var gerð varanleg í október. vísir/epa
Tæknirisinn Twitter hyggst hyggst segja upp 336 manns, ríflega tólfta hverjum starfsmanni. Uppsagnirnar eru hluti af endurskipulagningu fyrirtækisins að sögn Jack Dorsey, nýráðnum forstjóra Twitter. USA today greinir frá.



Hlutabréf í Twitter hækkuðu um 3,2 prósent áður en markaðir opnuðu Vestanhafs eftir að tilkynning barst frá fyrirtækinu um breytingarnar.

Twitter hefur einnig hætt við stækkun höfuðstöðva sinna í San Francisco sem hluti af sparnaðaraðgerður.

Gripið er til aðgerðanna til að takast á við aukna samkeppni um athygli og auglýsingafé frá samfélagsmiðlum á borð við Snapchat, Instagram, WhatsApp og Facebook.

Um 300 milljónir manns nota Twitter að minnsta kosti einu sinni í mánuði sem er um fimmtungur af notendafjölda Facebook sem telur um 1,5 milljarða. Þá hefur Instargram tekið fram úr Twitter og er með 400 milljónir notenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×