„Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 14:18 Sigmundur Davíð hraðaði sér úr sæti sínu þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu út í fyrirhugað afnám verðtryggingar. „Er hann að éta köku enn eina ferðina?“ spurði Helgi Hjörvar. visir/Daníel Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“
Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira