Lífsbaráttan bræðir úr sér Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. október 2015 11:30 Karlarnir í Heimkomu Pinters fá sér vindil og ræða málin. Leiklist Heimkoman Þjóðleikhúsið eftir Harold PinterLeikstjóri: Atli Rafn Sigurðarson Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Eggert Þorleifsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Einar Scheving Hljóðmynd: Kristján S. Einarsson Dramatúrg: Símon Birgisson Þýðing: Bragi Ólafsson Týndi sonurinn Teddy snýr aftur á heimaslóðir en heimkoman er ekkert fagnaðarefni fyrir ættingja hans. Heimkoman eftir Harold Pinter, frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðinn laugardag í leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar, er full af heiftugri orku og dýrslegri þrá, ekki einungis til að lifa af heldur að tróna á toppi fæðukeðjunnar. Nóbelskáldið hafði einstakan hæfieika til að láta hið ósagða krauma undir atburðarás verka sinna og er gríðarlega krefjandi. Af þeim sökum verður fyrst að spyrja af hverju Heimkoman er sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins þegar leikverkið á frekar heima á smærra sviði þar sem hægt er að beisla orku textans betur. Dýpt og hæð sviðsins varð til þess að fyrir hlé varð hljómburðurinn innantómur og sviðsetningin flatneskjuleg. Pinter skapar hliðarheima, súrrealíska spegilmynd á raunveruleikanum og leikararnir verða að endurspegla þessa flóknu hugmyndafræði. Ingvar E. Sigurðsson leikur slátrarann Max, hið hættulega höfuð fjölskyldunnar sem er að færast á efri árin. Endurkoma Ingvars er fagnaðarefni og nær hann stundum að framkalla þær tilfinningalegu mótsagnir sem búa í Max en drápseðlið finnst hvergi og kómíkin er yfirgnæfandi. Ekki hjálpar að hann situr oftar en ekki í rafknúnum hjólastól sem steindrepur ógn karaktersins. Björn Hlynur Haraldsson leikur hinn ógeðfellda Lenny af kostgæfni en ýkt tilfinningaleg viðbrögð og líkamsstaða Björns undirstrika vel óstýrilátan heim Pinters. Hann er allt í senn smeðjulegur, kaldhæðinn en einnig viðkvæmur fyrir áreiti. Lykillinn að þessu karlaveldi er Ruth, eiginkona Teddys, en hún er fleygurinn sem brýtur upp heim fjölskyldunnar og fyllir í tómarúmið sem hin látna móðir hefur skilið eftir. Vigdís Hrefna Pálsdóttir sýnir aftur á móti litla dýpt og fá blæbrigði, Ruth tekur engum breytingum heldur er köld frá byrjun, útsjónarsöm og viss í sinni sök. Lokaákvörðun hennar verður þannig kraftlaus og hvörfin í framvindunni hverfa. Hinn tilkomulausi Teddy er leikinn af Ólafi Agli en hann er ágætur í hlutverkinu þó að hann hafi verið utanveltu í sýningunni, oft látinn sitja til hliðar og gefið lítið rúm til að bregðast við atburðarásinni. Eggert Þorleifsson er umkomuleysið uppmálað í hlutverki einkabílstjórans Sam og vekur samúð áhorfenda án þess að gera persónu sína aumkunarverða. Hnefaleikamaðurinn og yngsti sonurinn er leikinn af Snorra Engilbertssyni sem gerir það ágætlega þrátt fyrir að Joey verði fljótlega flatur í einfaldleika sínum. Ágætir taktar frá leikarahópnum nægja ekki til að jafna út ójafnvægi í flutningum og framsetningunni á annars fínni þýðingu Braga Ólafssonar og sjaldan kviknar undir samleiknum en þessi óstöðugleiki birtist líka í ramma sviðsetningarinnar. Sýningin gerist í hvítþvegnum bílskúr þar sem áhorfendur sjá einungis bakvegg rýmisins en sviðsvængirnir þjóna sem inngangur inn í sjálfar vistarverurnar. Sviðið er minnkað eftir því sem á líður á sýninguna með því að færa bakvegginn og þjarmar þannig bókstaflega að persónunum. Leikmyndin, sem Börkur Jónsson hannar, nær áhugaverðri virkni að lokum en fyrir hlé eru tómu fletir sviðsins of áberandi. Búningarnir, í umsjá Helgu I. Stefánsdóttur, ríma heldur ekki saman og tímaramminn er óljós. Klassískur fatnaður Ruth stangast á við sérstaklega ljótu silfurlituðu jakkafötin sem Lenny klæðist svo dæmi sé tekið. Halldór Örn Óskarsson sér um lýsinguna en ofurbjörtu flúorljósin gefa umhverfinu áhugaverðan en gerilsneyddan ljóma. Tónlistin er í höndum Einars Scheving sem er mikill hæfileikamaður. Í byrjun verks situr hann á sviðinu og framkallar stemningu sem minnir á reykfyllta bari og dimm skúmaskot. En eftir hlé dofnar bæði tónlistin og tónlistarmaðurinn hreinlega hverfur af sviðinu án útskýringa. Þegar öllu er á botninn hvolft hamlar óskýr leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar sýningunni. Ákvörðunin um að láta Teddy og Ruth koma inn á heimilið í gegnum áhorfendainnganginn er annað dæmi um þau veiku uppbrot sem lita sýninguna. Heimkoman eftir Harold Pinter er stórkostlega skrifað verk sem talar beint inn í okkar samtíma en fítonskraftur textans týnist með óstöðugri leikstjórn og gloppóttum dramatúrgískum áherslum.Niðurstaða: Fín frammistaða Björns Hlyns og Ingvars nær ekki að slíta sýninguna frá daufri leikstjórn. Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist Heimkoman Þjóðleikhúsið eftir Harold PinterLeikstjóri: Atli Rafn Sigurðarson Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Eggert Þorleifsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Einar Scheving Hljóðmynd: Kristján S. Einarsson Dramatúrg: Símon Birgisson Þýðing: Bragi Ólafsson Týndi sonurinn Teddy snýr aftur á heimaslóðir en heimkoman er ekkert fagnaðarefni fyrir ættingja hans. Heimkoman eftir Harold Pinter, frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðinn laugardag í leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar, er full af heiftugri orku og dýrslegri þrá, ekki einungis til að lifa af heldur að tróna á toppi fæðukeðjunnar. Nóbelskáldið hafði einstakan hæfieika til að láta hið ósagða krauma undir atburðarás verka sinna og er gríðarlega krefjandi. Af þeim sökum verður fyrst að spyrja af hverju Heimkoman er sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins þegar leikverkið á frekar heima á smærra sviði þar sem hægt er að beisla orku textans betur. Dýpt og hæð sviðsins varð til þess að fyrir hlé varð hljómburðurinn innantómur og sviðsetningin flatneskjuleg. Pinter skapar hliðarheima, súrrealíska spegilmynd á raunveruleikanum og leikararnir verða að endurspegla þessa flóknu hugmyndafræði. Ingvar E. Sigurðsson leikur slátrarann Max, hið hættulega höfuð fjölskyldunnar sem er að færast á efri árin. Endurkoma Ingvars er fagnaðarefni og nær hann stundum að framkalla þær tilfinningalegu mótsagnir sem búa í Max en drápseðlið finnst hvergi og kómíkin er yfirgnæfandi. Ekki hjálpar að hann situr oftar en ekki í rafknúnum hjólastól sem steindrepur ógn karaktersins. Björn Hlynur Haraldsson leikur hinn ógeðfellda Lenny af kostgæfni en ýkt tilfinningaleg viðbrögð og líkamsstaða Björns undirstrika vel óstýrilátan heim Pinters. Hann er allt í senn smeðjulegur, kaldhæðinn en einnig viðkvæmur fyrir áreiti. Lykillinn að þessu karlaveldi er Ruth, eiginkona Teddys, en hún er fleygurinn sem brýtur upp heim fjölskyldunnar og fyllir í tómarúmið sem hin látna móðir hefur skilið eftir. Vigdís Hrefna Pálsdóttir sýnir aftur á móti litla dýpt og fá blæbrigði, Ruth tekur engum breytingum heldur er köld frá byrjun, útsjónarsöm og viss í sinni sök. Lokaákvörðun hennar verður þannig kraftlaus og hvörfin í framvindunni hverfa. Hinn tilkomulausi Teddy er leikinn af Ólafi Agli en hann er ágætur í hlutverkinu þó að hann hafi verið utanveltu í sýningunni, oft látinn sitja til hliðar og gefið lítið rúm til að bregðast við atburðarásinni. Eggert Þorleifsson er umkomuleysið uppmálað í hlutverki einkabílstjórans Sam og vekur samúð áhorfenda án þess að gera persónu sína aumkunarverða. Hnefaleikamaðurinn og yngsti sonurinn er leikinn af Snorra Engilbertssyni sem gerir það ágætlega þrátt fyrir að Joey verði fljótlega flatur í einfaldleika sínum. Ágætir taktar frá leikarahópnum nægja ekki til að jafna út ójafnvægi í flutningum og framsetningunni á annars fínni þýðingu Braga Ólafssonar og sjaldan kviknar undir samleiknum en þessi óstöðugleiki birtist líka í ramma sviðsetningarinnar. Sýningin gerist í hvítþvegnum bílskúr þar sem áhorfendur sjá einungis bakvegg rýmisins en sviðsvængirnir þjóna sem inngangur inn í sjálfar vistarverurnar. Sviðið er minnkað eftir því sem á líður á sýninguna með því að færa bakvegginn og þjarmar þannig bókstaflega að persónunum. Leikmyndin, sem Börkur Jónsson hannar, nær áhugaverðri virkni að lokum en fyrir hlé eru tómu fletir sviðsins of áberandi. Búningarnir, í umsjá Helgu I. Stefánsdóttur, ríma heldur ekki saman og tímaramminn er óljós. Klassískur fatnaður Ruth stangast á við sérstaklega ljótu silfurlituðu jakkafötin sem Lenny klæðist svo dæmi sé tekið. Halldór Örn Óskarsson sér um lýsinguna en ofurbjörtu flúorljósin gefa umhverfinu áhugaverðan en gerilsneyddan ljóma. Tónlistin er í höndum Einars Scheving sem er mikill hæfileikamaður. Í byrjun verks situr hann á sviðinu og framkallar stemningu sem minnir á reykfyllta bari og dimm skúmaskot. En eftir hlé dofnar bæði tónlistin og tónlistarmaðurinn hreinlega hverfur af sviðinu án útskýringa. Þegar öllu er á botninn hvolft hamlar óskýr leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar sýningunni. Ákvörðunin um að láta Teddy og Ruth koma inn á heimilið í gegnum áhorfendainnganginn er annað dæmi um þau veiku uppbrot sem lita sýninguna. Heimkoman eftir Harold Pinter er stórkostlega skrifað verk sem talar beint inn í okkar samtíma en fítonskraftur textans týnist með óstöðugri leikstjórn og gloppóttum dramatúrgískum áherslum.Niðurstaða: Fín frammistaða Björns Hlyns og Ingvars nær ekki að slíta sýninguna frá daufri leikstjórn.
Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira