Gólfið í Víkinni eins og skautasvell | Gólfþvottavélin var biluð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2015 11:30 Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson kútveltist hér um á sleipu gólfinu í gær. vísir/pjetur Alls meiddust fimm leikmenn í leik Víkings og ÍBV í gær en gólfið í Víkinni var stórhættulegt fyrir leikmenn. Eyjamenn gerðu athugasemdir við gólfið fyrir leik en dómarar leiksins, Magnús Kári Jónsson og Þorleifur Árni Björnsson, blésu leikinn á þrátt fyrir mótbárur. Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og nokkrum mínútum síðar meiddist Víkingurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Hann er núna í gifsi og spilar ekki næstu vikurnar. Fleiri leikmenn meiddust í kjölfarið en þrátt fyrir hættulegar aðstæður létu dómararnir klára leikinn með tilheyrandi fórnarkostnaði. „Gólfþvottavélin var biluð í Víkinni. Vélin sýgur ekki upp vatnið og sápuna og því var gólfið svona sleipt," segir Róbert Gíslason, mótastjóri HSÍ, en hann var þá nýbúinn að skoða aðstæður í Víkinni. En af hverju var leikurinn ekki flautaður af á einhverjum tímapunkti?Úr leiknum í gær.vísir/pjetur„Við erum að bíða eftir skýrslu frá dómurunum um málið og ég get því ekki tjáð mig um það núna. Við eigum líka von á skýrslu frá Víkingum vegna málsins." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Róbert hefur undir höndum má rekja meiðsli þriggja leikmanna til aðstæðna í húsinu. „Það fara ekki fram leikir í Víkinni fyrr en búið er að gera við vélina. Þetta mál verður sent mótanefnd til umsagnar þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar. Þetta er mjög sérstakt mál. Það uppgötvast ekki fyrr en seint að gólfið sé sleipt og menn vissu í fyrstu ekki hverju var um að kenna."Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni af þessu tilefni eins og sjá má hér að neðan.Mættur til að redda málunum ...Posted by Ágúst Jóhannsson on Tuesday, October 13, 2015 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Alls meiddust fimm leikmenn í leik Víkings og ÍBV í gær en gólfið í Víkinni var stórhættulegt fyrir leikmenn. Eyjamenn gerðu athugasemdir við gólfið fyrir leik en dómarar leiksins, Magnús Kári Jónsson og Þorleifur Árni Björnsson, blésu leikinn á þrátt fyrir mótbárur. Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og nokkrum mínútum síðar meiddist Víkingurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Hann er núna í gifsi og spilar ekki næstu vikurnar. Fleiri leikmenn meiddust í kjölfarið en þrátt fyrir hættulegar aðstæður létu dómararnir klára leikinn með tilheyrandi fórnarkostnaði. „Gólfþvottavélin var biluð í Víkinni. Vélin sýgur ekki upp vatnið og sápuna og því var gólfið svona sleipt," segir Róbert Gíslason, mótastjóri HSÍ, en hann var þá nýbúinn að skoða aðstæður í Víkinni. En af hverju var leikurinn ekki flautaður af á einhverjum tímapunkti?Úr leiknum í gær.vísir/pjetur„Við erum að bíða eftir skýrslu frá dómurunum um málið og ég get því ekki tjáð mig um það núna. Við eigum líka von á skýrslu frá Víkingum vegna málsins." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Róbert hefur undir höndum má rekja meiðsli þriggja leikmanna til aðstæðna í húsinu. „Það fara ekki fram leikir í Víkinni fyrr en búið er að gera við vélina. Þetta mál verður sent mótanefnd til umsagnar þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar. Þetta er mjög sérstakt mál. Það uppgötvast ekki fyrr en seint að gólfið sé sleipt og menn vissu í fyrstu ekki hverju var um að kenna."Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni af þessu tilefni eins og sjá má hér að neðan.Mættur til að redda málunum ...Posted by Ágúst Jóhannsson on Tuesday, October 13, 2015
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45
Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26