Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2015 20:15 Yfir fimmtíu störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins, en aðgerðirnar verða staðfestar með samningum á næstu dögum. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot en vonast til að uppbygging fiskeldis mildi höggið fyrir þessa þrjúhundruð manna byggð. Fiskiskipið Kópur BA í eigu Þórsbergs hf. hefur verið flaggskip Tálknfirðinga og staðið undir fiskvinnslu fyrirtæksins, stærsta atvinnufyrirtækis Tálknafjarðar með um 60 starfsmenn. Í lok ágústmánaðar var öllum starfsmönnum frystihússins sagt upp vegna endurskipulagningar og ákveðið að rekstur hæfist ekki á ný eftir sumarleyfi. Nú er orðið ljóst að frystihúsinu verður lokað og skipið selt úr byggðinni. Að sögn Guðjóns Indriðasonar útgerðarmanns er stefnt að því að ganga frá samningum um sölu Kóps ásamt kvóta til Suðurnesja, til fyrirtækisins Nesfisks í Garði, fyrir miðja þessa viku. Guðjón segir að með skiptisamningum við Nesfisk fái Þórsberg þó tvo þriðju hluta kvótans til baka í formi krókaaflamarks en áformað er að gera út minni krókabát sem kallar á sex til sjö störf.Þórsberg hf. hefur verið stærsta atvinnufyrirtækið á Tálknafirði með 60 manns í vinnu. Eftir endurskipulagningu verða aðeins sex til sjö starfsmenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta þýðir að um 54 störf tapast frá Tálknafirði en ráðgert er að aflinn verði seldur á markaði. Guðjón tekur þó fram að ef staðan á saltfiskmörkuðum batni sé hugsanlegt að fiskvinnsla hefjist að nýju, en hún verði þó mun minni en áður. Hann segir skuldastöðu fyrirtækisins knýja á um þessar breytingar. Að öðrum kosti hefði stefnt í þrot, og segir hann að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra útgerða sé erfitt. Lækkun olíuverðs sé það eina jákvæða fyrir reksturinn. Gengisþróun hafi verið óhagstæð og kvótagjöld bæti ekki stöðuna. Ekki sé hægt að fljóta sofandi að feigðarósi. Guðjón bendir á að það mildi höggið fyrir Tálknafjörð að þar byggist fiskeldi upp af krafti með verulegri fjölgun starfa en þar eru nú fjögur eldisfyrirtæki; Tungusilungur, Fjarðalax, Arnarlax og Dýrfiskur. Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Yfir fimmtíu störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins, en aðgerðirnar verða staðfestar með samningum á næstu dögum. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot en vonast til að uppbygging fiskeldis mildi höggið fyrir þessa þrjúhundruð manna byggð. Fiskiskipið Kópur BA í eigu Þórsbergs hf. hefur verið flaggskip Tálknfirðinga og staðið undir fiskvinnslu fyrirtæksins, stærsta atvinnufyrirtækis Tálknafjarðar með um 60 starfsmenn. Í lok ágústmánaðar var öllum starfsmönnum frystihússins sagt upp vegna endurskipulagningar og ákveðið að rekstur hæfist ekki á ný eftir sumarleyfi. Nú er orðið ljóst að frystihúsinu verður lokað og skipið selt úr byggðinni. Að sögn Guðjóns Indriðasonar útgerðarmanns er stefnt að því að ganga frá samningum um sölu Kóps ásamt kvóta til Suðurnesja, til fyrirtækisins Nesfisks í Garði, fyrir miðja þessa viku. Guðjón segir að með skiptisamningum við Nesfisk fái Þórsberg þó tvo þriðju hluta kvótans til baka í formi krókaaflamarks en áformað er að gera út minni krókabát sem kallar á sex til sjö störf.Þórsberg hf. hefur verið stærsta atvinnufyrirtækið á Tálknafirði með 60 manns í vinnu. Eftir endurskipulagningu verða aðeins sex til sjö starfsmenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta þýðir að um 54 störf tapast frá Tálknafirði en ráðgert er að aflinn verði seldur á markaði. Guðjón tekur þó fram að ef staðan á saltfiskmörkuðum batni sé hugsanlegt að fiskvinnsla hefjist að nýju, en hún verði þó mun minni en áður. Hann segir skuldastöðu fyrirtækisins knýja á um þessar breytingar. Að öðrum kosti hefði stefnt í þrot, og segir hann að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra útgerða sé erfitt. Lækkun olíuverðs sé það eina jákvæða fyrir reksturinn. Gengisþróun hafi verið óhagstæð og kvótagjöld bæti ekki stöðuna. Ekki sé hægt að fljóta sofandi að feigðarósi. Guðjón bendir á að það mildi höggið fyrir Tálknafjörð að þar byggist fiskeldi upp af krafti með verulegri fjölgun starfa en þar eru nú fjögur eldisfyrirtæki; Tungusilungur, Fjarðalax, Arnarlax og Dýrfiskur.
Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00
Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30
Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00
Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00