Fótbolti

Enginn Börsungur í byrjunarliði Spánar í fyrsta sinn í tíu ár

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Spænska landsliðið í fótbolta er þessa stundina að keppa við Úkraína í lokaumferð undankeppni EM 2016. Spánn er 1-0 yfir á útivelli þegar þetta er skrifað, en markið skoraði Mario Gaspar, bakvörður Villareal.

Spænska liðið er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið og hvílir því nokkra leikmenn í kvöld. En leikurinn í kvöld er sögulegur.

Í fyrsta sinn í nákvæmlega tíu ár er enginn leikmaður Barcelona í byrjunarliði Spánar í mótsleik. Það gerðist síðan 12. október 2005 þegar Spánn vann San Marínó, 6-0.

Á bekknum eru Börsungarnir Gerard Piqué, Marc Bartra, Jordi Alba og Sergio Busquets. Pedro, sem yfirgaf Barcelona fyrir Chelsea í sumar, er svo einnig á bekknum.

Tveir leikmenn sem komu upp í gegnum unglingastarf Barcelona; Cesc Fábregas og Thiago Alcantara, eru báðir í byrjunarliðinu.

Þegar Spánn vann Ítalíu í úrslitaleik HM 2012 voru sex Börsungar í byrjunarliði Spánar; Gerard Piqué, Xavi, Sergio Busquets, Jordi Alba, Cesc Fábregas og Andrés Iniesta. Alba var þó aðeins nýbúinn að semja við Barcelona og átti eftir að spila leik fyrir félagið.

Sjöundi leikmaður Barcelona í þeim leik, Pedro, kom síðan inn á sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×