„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Kári Schram skrifar 12. október 2015 18:38 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag. Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag.
Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf