Erindi jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Mikil ólga er í stjórnmálunum um þessar mundir. Fólk kallar eftir einhverju nýju og öðru en það hefur haft. Í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn valið til forystu nýjan leiðtoga, eldri mann sem virðist hafa kveikt einhvern neista hjá ungu fólki. Hann hefur stundum þótt róttækur og umdeildur en hann er jafnaðarmaður. Fróðlegt verður að sjá hvaða línur hann mun leggja. Eigum við jafnaðarmenn eitthvert erindi á 21. öldinni? Grunngildi jafnaðarstefnunnar hafa frá fyrstu tíð verið jafnræði, réttlæti, samhjálp og friður. Að allir einstaklingar skipti máli og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta kemur fram í baráttu jafnaðarmanna fyrir velferð einstaklinga, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum og félagslegu réttlæti . En ekki síður í vilja til að skila lífvænlegri veröld til komandi kynslóða með baráttu fyrir umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. Þeir berjast gegn hvers kyns spillingu og hindrunum sem standa í vegi góðra stjórnunarhátta og gegn þeim stjórnmálaöflum sem styðja hag forréttindahópa. Jafnaðarmenn standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, óháð og óvilhallt réttarkerfi og virðingu fyrir réttindum minnihlutahópa og einstaklinga. Svarið við spurningunni er augljóslega já, því grunngildi jafnaðarstefnunnar eru sígild og eiga jafn vel við nú og áður. Þegar fólk velur að styðja við stefnu jafnaðarmanna, getur það verið visst um út frá hvaða megin sjónarmiðum verður unnið. Meiri hluti kjósenda treysti því að áherslur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna myndu reynast almenningi best í glímunni við fordæmalausar aðstæður eftir hrun. Nú, sjö árum eftir hrun, hafa fræðimenn skoðað hvernig þjóðir tókust á við kreppuna.Ísland og Írland Hægri stjórnin á Írlandi fór allt aðra leið en vinstristjórnin á Íslandi. Írar lækkuðu bætur, hækkuðu almenna skatta, styttu atvinnuleysistímabilið og lækkuðu vaxtabætur. Við hækkuðum bætur, lækkuðum skatta á lágtekjuhópa, lengdum atvinnuleysistímabilið, hækkuðum almennar vaxtabætur og bættum sérstökum vaxtabótum við. Á Íslandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir minnstri kjaraskerðingu og jöfnuður fór vaxandi en á Írlandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir mestri kjaraskerðingu og ójöfnuður fór vaxandi. Það skiptir mál hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil ólga er í stjórnmálunum um þessar mundir. Fólk kallar eftir einhverju nýju og öðru en það hefur haft. Í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn valið til forystu nýjan leiðtoga, eldri mann sem virðist hafa kveikt einhvern neista hjá ungu fólki. Hann hefur stundum þótt róttækur og umdeildur en hann er jafnaðarmaður. Fróðlegt verður að sjá hvaða línur hann mun leggja. Eigum við jafnaðarmenn eitthvert erindi á 21. öldinni? Grunngildi jafnaðarstefnunnar hafa frá fyrstu tíð verið jafnræði, réttlæti, samhjálp og friður. Að allir einstaklingar skipti máli og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta kemur fram í baráttu jafnaðarmanna fyrir velferð einstaklinga, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum og félagslegu réttlæti . En ekki síður í vilja til að skila lífvænlegri veröld til komandi kynslóða með baráttu fyrir umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. Þeir berjast gegn hvers kyns spillingu og hindrunum sem standa í vegi góðra stjórnunarhátta og gegn þeim stjórnmálaöflum sem styðja hag forréttindahópa. Jafnaðarmenn standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, óháð og óvilhallt réttarkerfi og virðingu fyrir réttindum minnihlutahópa og einstaklinga. Svarið við spurningunni er augljóslega já, því grunngildi jafnaðarstefnunnar eru sígild og eiga jafn vel við nú og áður. Þegar fólk velur að styðja við stefnu jafnaðarmanna, getur það verið visst um út frá hvaða megin sjónarmiðum verður unnið. Meiri hluti kjósenda treysti því að áherslur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna myndu reynast almenningi best í glímunni við fordæmalausar aðstæður eftir hrun. Nú, sjö árum eftir hrun, hafa fræðimenn skoðað hvernig þjóðir tókust á við kreppuna.Ísland og Írland Hægri stjórnin á Írlandi fór allt aðra leið en vinstristjórnin á Íslandi. Írar lækkuðu bætur, hækkuðu almenna skatta, styttu atvinnuleysistímabilið og lækkuðu vaxtabætur. Við hækkuðum bætur, lækkuðum skatta á lágtekjuhópa, lengdum atvinnuleysistímabilið, hækkuðum almennar vaxtabætur og bættum sérstökum vaxtabótum við. Á Íslandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir minnstri kjaraskerðingu og jöfnuður fór vaxandi en á Írlandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir mestri kjaraskerðingu og ójöfnuður fór vaxandi. Það skiptir mál hverjir stjórna.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar