Fangar á Kvíabryggju með PR-fyrirtæki á sínum snærum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2015 12:57 Björgvin lýsti því í eyru Páls að ekki væri ósk neins að fara í PR-stríð við Fangelsismálastofnun. KOM hefur starfað fyrir Ólaf Ólafsson. Svo virðist sem frétt Morgunblaðsins, þess efnis að fyrir lægi ósk frá föngum á Kvíabryggju að þeir fengju að drekka rauðvín með matnum, hafi lagst illa í vistmenn þar, þá ekki síst fanga sem þar dvelja eftir að hafa fengið dóma um stórfelld efnahagsbrot í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 og afplána nú þar vestra. PR-fyrirtækið, eða almannatengslafyrirtækið, KOM var fengið að málum til að halda því til haga að engin slík beiðni væri frá þeim komin.Enginn kaupsýslumannanna fór fram á rauðvín með matnumBjörgvin Guðmundsson er einn eigenda KOM og hann segist, í samtali við Vísi, ekki tjá sig um þá vinnu sem þeir inna af hendi fyrir sína viðskiptavini. „En, hluti þeirrar vinnu er að koma upplýsingum á framfæri; hluti þeirrar þjónustu sem við veitum.“En, eruð þið að starfa fyrir fleiri fanga en einn? „Ég get ekki tjáð mig um það.“En, þið hafið starfað fyrir Ólaf Ólafsson, kenndan við Samskip? „Já, við höfum starfað fyrir hann, ég get staðfest það.“Björgvin lítur ekki svo á að þetta verkefni megi heita allsérstætt.visir/valliEn, hvað var það sem þú vildir koma á framfæri við Pál? „Páll Winkel staðfesti að enginn sem hefur verið dæmdur eftir efnahagshrunið 2008 fyrir efnahagsbrot fór fram á að fá að drekka rauðvín með matnum,“ segir Björgvin.Nú hlýtur það að teljast með sérstæðari verkefnum sem fyrirtæki á sviði almannatengsla tekur að sér? „Við lítum ekki þannig á það,“ segir Björgvin.Vilja ekki í PR-stríðPáli Winkel fangelsismálastjóra finnst það áhugavert að almannatengslafyrirtækið KOM hafi haft samband við sig á laugardegi, en það var þá sem Björgvin ræddi málið við Pál. „Hann talaði efnislega um að KOM vinni fyrir ótilgreindan hóp fanga sem sé viðkvæmur fyrir umfjöllun sem þessari. Ég hef ekki fengið að vita fyrir hverja KOM vinnur eða hvaða fangar greiða fyrir þeirra vinnu. Mér var bent á að þessir ótilgreindu fangar vildu ekki endilega fara í PR-stríð, eða íímyndarstríð við fangelsisyfirvöld. Hér vinnur enginn almannatengill og enn þá síður almannatengsladeild innan fangelsismálastofnunar enda fer okkar tími og fjármagn almennings í að fullnusta refsingar. Hér er því enginn til að fara í stríð við.“Segir ekki hvaðan kvörtunin kemurFyrir liggur yfirlýsing á síðu Afstöðu, frá föngum á Kvíabryggju svohljóðandi:„Það er sameiginleg yfirlýsing fanga á Kvíabryggju að enginn kannast við að hafa lagt fram beiðni um að neyta áfengis með mat eins og Páll Winkel segir í morgunblaði dagsins í dag.-Stjórn Afstöðu Kvíabryggju“Páll segir að við sig hafi haft samband, á föstudaginn, blaðamaður á Morgunblaðinu sem sagðist hafa heimildir fyrir því að ótilgreindir fangar hafi kært synjun til ráðuneytis, um neyslu áfengis. „Ég sagðist ekkert vita um það en svaraði því til að menn hafi kvartað undan því að fá ekki að neyta víns. Ég vissi hins vegar ekki um neina kvörtun til ráðuneytis.Páll Winkel ætlar ekki í PR-stríð við fanga sína, enda enginn hjá Fangelsismálastofnun á því sviði til að fara í stríð við.visir/Andri MarinóÉg veit ekki hvort tilkynningin til fjölmiðla hafi verið send frá KOM né hvaða fangar rituðu undir hana. Mér er því ómögulegt að tjá mig frekar um málið auk þess sem ég tiltek ekki hvað einstakur fangi biður um eða óska eftir. Það væri leki.“Panta ekki svör frá FangelsismálastofnunPáll segir ennfremur að almannatengslafyrirtæki panti ekki svör frá Fangelsismálastofnun sem henti ótilgreindum hópi fanga/viðskiptavina. „Raunar pantar enginn svör frá yfirvöldum sem henta viðskiptavinum almannatengslafyrirtækja. Það hélt ég að menn hefðu lært af Lekamálinu. Reyndar eru fangar með öflugt félag, Afstöðu, en ég funda reglulega með þeim þar sem farið er yfir málefni fanga. Þar er tekist á um hlutina en með hreinskiptum samskiptum næst árangur. Þar ræðum við ýmsa hluti og er það réttur farvegur fyrir skoðanaskipti fangelsismálayfirvalda og fanga. Þrátt fyrir að við séum ekki alltaf sammála hefur ýmislegt gott komið út úr þeim fundum,“ segir Páll. Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04 Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 „Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14 Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Svo virðist sem frétt Morgunblaðsins, þess efnis að fyrir lægi ósk frá föngum á Kvíabryggju að þeir fengju að drekka rauðvín með matnum, hafi lagst illa í vistmenn þar, þá ekki síst fanga sem þar dvelja eftir að hafa fengið dóma um stórfelld efnahagsbrot í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 og afplána nú þar vestra. PR-fyrirtækið, eða almannatengslafyrirtækið, KOM var fengið að málum til að halda því til haga að engin slík beiðni væri frá þeim komin.Enginn kaupsýslumannanna fór fram á rauðvín með matnumBjörgvin Guðmundsson er einn eigenda KOM og hann segist, í samtali við Vísi, ekki tjá sig um þá vinnu sem þeir inna af hendi fyrir sína viðskiptavini. „En, hluti þeirrar vinnu er að koma upplýsingum á framfæri; hluti þeirrar þjónustu sem við veitum.“En, eruð þið að starfa fyrir fleiri fanga en einn? „Ég get ekki tjáð mig um það.“En, þið hafið starfað fyrir Ólaf Ólafsson, kenndan við Samskip? „Já, við höfum starfað fyrir hann, ég get staðfest það.“Björgvin lítur ekki svo á að þetta verkefni megi heita allsérstætt.visir/valliEn, hvað var það sem þú vildir koma á framfæri við Pál? „Páll Winkel staðfesti að enginn sem hefur verið dæmdur eftir efnahagshrunið 2008 fyrir efnahagsbrot fór fram á að fá að drekka rauðvín með matnum,“ segir Björgvin.Nú hlýtur það að teljast með sérstæðari verkefnum sem fyrirtæki á sviði almannatengsla tekur að sér? „Við lítum ekki þannig á það,“ segir Björgvin.Vilja ekki í PR-stríðPáli Winkel fangelsismálastjóra finnst það áhugavert að almannatengslafyrirtækið KOM hafi haft samband við sig á laugardegi, en það var þá sem Björgvin ræddi málið við Pál. „Hann talaði efnislega um að KOM vinni fyrir ótilgreindan hóp fanga sem sé viðkvæmur fyrir umfjöllun sem þessari. Ég hef ekki fengið að vita fyrir hverja KOM vinnur eða hvaða fangar greiða fyrir þeirra vinnu. Mér var bent á að þessir ótilgreindu fangar vildu ekki endilega fara í PR-stríð, eða íímyndarstríð við fangelsisyfirvöld. Hér vinnur enginn almannatengill og enn þá síður almannatengsladeild innan fangelsismálastofnunar enda fer okkar tími og fjármagn almennings í að fullnusta refsingar. Hér er því enginn til að fara í stríð við.“Segir ekki hvaðan kvörtunin kemurFyrir liggur yfirlýsing á síðu Afstöðu, frá föngum á Kvíabryggju svohljóðandi:„Það er sameiginleg yfirlýsing fanga á Kvíabryggju að enginn kannast við að hafa lagt fram beiðni um að neyta áfengis með mat eins og Páll Winkel segir í morgunblaði dagsins í dag.-Stjórn Afstöðu Kvíabryggju“Páll segir að við sig hafi haft samband, á föstudaginn, blaðamaður á Morgunblaðinu sem sagðist hafa heimildir fyrir því að ótilgreindir fangar hafi kært synjun til ráðuneytis, um neyslu áfengis. „Ég sagðist ekkert vita um það en svaraði því til að menn hafi kvartað undan því að fá ekki að neyta víns. Ég vissi hins vegar ekki um neina kvörtun til ráðuneytis.Páll Winkel ætlar ekki í PR-stríð við fanga sína, enda enginn hjá Fangelsismálastofnun á því sviði til að fara í stríð við.visir/Andri MarinóÉg veit ekki hvort tilkynningin til fjölmiðla hafi verið send frá KOM né hvaða fangar rituðu undir hana. Mér er því ómögulegt að tjá mig frekar um málið auk þess sem ég tiltek ekki hvað einstakur fangi biður um eða óska eftir. Það væri leki.“Panta ekki svör frá FangelsismálastofnunPáll segir ennfremur að almannatengslafyrirtæki panti ekki svör frá Fangelsismálastofnun sem henti ótilgreindum hópi fanga/viðskiptavina. „Raunar pantar enginn svör frá yfirvöldum sem henta viðskiptavinum almannatengslafyrirtækja. Það hélt ég að menn hefðu lært af Lekamálinu. Reyndar eru fangar með öflugt félag, Afstöðu, en ég funda reglulega með þeim þar sem farið er yfir málefni fanga. Þar er tekist á um hlutina en með hreinskiptum samskiptum næst árangur. Þar ræðum við ýmsa hluti og er það réttur farvegur fyrir skoðanaskipti fangelsismálayfirvalda og fanga. Þrátt fyrir að við séum ekki alltaf sammála hefur ýmislegt gott komið út úr þeim fundum,“ segir Páll.
Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04 Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 „Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14 Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04
Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02
Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00
„Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14
Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02