Við ætlum ekki að þegja lengur Hjalti Vigfússon skrifar 12. október 2015 09:14 Ef upp kemur eldur í umhverfi okkar; heima hjá okkur, í vinnunni, í skólanum eða í nærliggjandi húsi, þá vitum við hvað við eigum að gera. Við fáum fræðslu frá foreldrum okkar og í skólanum, við erum með verklagsreglur og æfingar í skólum og á vinnustöðum, við erum látin vita hvert við eigum að fara, hvert við eigum að hringja og hvernig við getum komið fólki til bjargar. Líkurnar eru samt þær að þessi eldur muni aldrei kvikna og við munum ekki þurfa að grípa til þessara aðgerða. Aftur á móti þekkjum við líklegast öll einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, ef við höfum þá ekki upplifað það sjálf. Í þessum aðstæðum vita þó fæstir hvernig eigi að koma fólki til bjargar, hvert eða hvernig þeir eiga að snúa sér. Það eru engar ráðleggingar uppi á vegg í skólastofum, líklegast ekki ráðleggingar frá foreldrum, engar verklagsreglur eða viðbragðsæfingar um hvernig skuli bregðast við. Haldbærar leiðbeiningar um hvernig eigi í raun að slökkva eldinn.Því miður er þetta raunveruleiki sem við búum við og höfum sjálf skapað okkur. Sem samfélag höfum við tekið þolendum með einskæru þekkingar- og úrræðaleysi. Í staðinn fyrir að viðurkenna ofbeldið og veita þolendum nauðsynlegan stuðning höfum við þess í stað neitað því að ofbeldið eigi sér stað, afsakað það, og það sem er allra verst, látið ábyrgðina falla á þolendur. Við viljum nefnilega oft frekar afsaka ofbeldið heldur en að horfast í augu við það. Með þessu höfum við leyft þessu samfélagsmeini að grassera. Þolendur kynferðisofbeldis hafa ekki aðeins lýst skelfilegum viðbrögðum samfélgsins heldur trekk í trekk gagnrýnt óafsakanleg vinnubrögð lögreglunnar í málaflokknum og að auki hefur kerfið í heild sinni sýnt þolendum lítinn stuðning. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert alvarlegar athugasemdir við það hversu lítið hlutfall tilkynntra kynferðisafbrota séu kærð til lögreglu og tekin fyrir dómstóla. Viðmót samfélagsins og kerfisins eru þannig til þess fallin að auka á þungann á herðum þolenda, sem jafnvel kikna undan honum. Það er á okkar ábyrgð að breyta þessu.Með Druslugöngunni, sem gengin var í fimmta sinn í sumar, höfum við búið til vettvang til að stuðla að þessum breytingum, bæði þeim sem snúa að samfélaginu og kerfinu. Vettvang til að taka afstöðu með þolendum og sýna stuðning í verki. Með hverri göngu skila fleiri skömminni, reyna að sætta sig við fortíðina og horfa til framtíðar. Samfélagið opnar augun fyrir ofbeldinu, mögulegir gerendur fara vonandi að þekkja mörk sín, lögreglan og löggjafinn hafa brugðist við í kjölfar hennar og ég trúi því að með göngunni séum við ekki aðeins að breyta lífi fólks heldur einnig heiminum. Með því að labba þess litlu leið í gegnum bæinn erum við að ryðja úr vegi hugmyndum, viðhorfum og orðræðu sem hefur eyðilagt líf og orsakað ólýsanlegan sársauka. Það sem er þó mikilvægast er að ganga þessa göngu ekki bara einu sinni á ári. Við verðum alltaf að taka afstöðu í okkar daglega lífi, ýta á eftir breytingum þegar við tölum við vini og fjölskyldu, tjáum okkur á netinu og jafnvel þegar við göngum til kosninga. Við sem mætum í Druslugönguna erum ekki bara fólk í göngu, við erum hreyfing. Þverskurður samfélagsins sem sameinast í baráttunni gegn ofbeldinu og þögguninni. Við erum að búa til samfélag þar sem að enginn veigrar sér við að kæra vegna þess að það hefur ekki trú á dómsstólum eða fær að heyra frá lögreglunni að það hreinlega taki því ekki. Samfélag þar sem allir þekkja mörk sín og annarra, allir vita hvernig á að bregðast við ofbeldi og allir taka afstöðu með þolendum. Samfélag þar sem að allir eiga rétt á að lifa sínu lífi án þess að líkama þeirra og sálarlífi sé ógnað. Án þess að ofbeldi sé tekið sem gefnum hlut sökum hegðunar, klæðaburðar, fötlunar eða nokkurs annars. Við höfum lagt grunninn að þessum breytingum og það er mikilvægara en nokkru sinni að halda baráttunni áfram. Svo einn daginn, þegar boðað verður til Druslugöngu, verði eldarnir hættir að kvikna.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. 7. október 2015 11:49 Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33 Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11 Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00 Strákarnir Ég var í sjöunda bekk í Melaskóla. Amma kom alltaf að sækja mig og lagði alltaf á sama stað. 8. október 2015 14:09 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Ef upp kemur eldur í umhverfi okkar; heima hjá okkur, í vinnunni, í skólanum eða í nærliggjandi húsi, þá vitum við hvað við eigum að gera. Við fáum fræðslu frá foreldrum okkar og í skólanum, við erum með verklagsreglur og æfingar í skólum og á vinnustöðum, við erum látin vita hvert við eigum að fara, hvert við eigum að hringja og hvernig við getum komið fólki til bjargar. Líkurnar eru samt þær að þessi eldur muni aldrei kvikna og við munum ekki þurfa að grípa til þessara aðgerða. Aftur á móti þekkjum við líklegast öll einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, ef við höfum þá ekki upplifað það sjálf. Í þessum aðstæðum vita þó fæstir hvernig eigi að koma fólki til bjargar, hvert eða hvernig þeir eiga að snúa sér. Það eru engar ráðleggingar uppi á vegg í skólastofum, líklegast ekki ráðleggingar frá foreldrum, engar verklagsreglur eða viðbragðsæfingar um hvernig skuli bregðast við. Haldbærar leiðbeiningar um hvernig eigi í raun að slökkva eldinn.Því miður er þetta raunveruleiki sem við búum við og höfum sjálf skapað okkur. Sem samfélag höfum við tekið þolendum með einskæru þekkingar- og úrræðaleysi. Í staðinn fyrir að viðurkenna ofbeldið og veita þolendum nauðsynlegan stuðning höfum við þess í stað neitað því að ofbeldið eigi sér stað, afsakað það, og það sem er allra verst, látið ábyrgðina falla á þolendur. Við viljum nefnilega oft frekar afsaka ofbeldið heldur en að horfast í augu við það. Með þessu höfum við leyft þessu samfélagsmeini að grassera. Þolendur kynferðisofbeldis hafa ekki aðeins lýst skelfilegum viðbrögðum samfélgsins heldur trekk í trekk gagnrýnt óafsakanleg vinnubrögð lögreglunnar í málaflokknum og að auki hefur kerfið í heild sinni sýnt þolendum lítinn stuðning. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert alvarlegar athugasemdir við það hversu lítið hlutfall tilkynntra kynferðisafbrota séu kærð til lögreglu og tekin fyrir dómstóla. Viðmót samfélagsins og kerfisins eru þannig til þess fallin að auka á þungann á herðum þolenda, sem jafnvel kikna undan honum. Það er á okkar ábyrgð að breyta þessu.Með Druslugöngunni, sem gengin var í fimmta sinn í sumar, höfum við búið til vettvang til að stuðla að þessum breytingum, bæði þeim sem snúa að samfélaginu og kerfinu. Vettvang til að taka afstöðu með þolendum og sýna stuðning í verki. Með hverri göngu skila fleiri skömminni, reyna að sætta sig við fortíðina og horfa til framtíðar. Samfélagið opnar augun fyrir ofbeldinu, mögulegir gerendur fara vonandi að þekkja mörk sín, lögreglan og löggjafinn hafa brugðist við í kjölfar hennar og ég trúi því að með göngunni séum við ekki aðeins að breyta lífi fólks heldur einnig heiminum. Með því að labba þess litlu leið í gegnum bæinn erum við að ryðja úr vegi hugmyndum, viðhorfum og orðræðu sem hefur eyðilagt líf og orsakað ólýsanlegan sársauka. Það sem er þó mikilvægast er að ganga þessa göngu ekki bara einu sinni á ári. Við verðum alltaf að taka afstöðu í okkar daglega lífi, ýta á eftir breytingum þegar við tölum við vini og fjölskyldu, tjáum okkur á netinu og jafnvel þegar við göngum til kosninga. Við sem mætum í Druslugönguna erum ekki bara fólk í göngu, við erum hreyfing. Þverskurður samfélagsins sem sameinast í baráttunni gegn ofbeldinu og þögguninni. Við erum að búa til samfélag þar sem að enginn veigrar sér við að kæra vegna þess að það hefur ekki trú á dómsstólum eða fær að heyra frá lögreglunni að það hreinlega taki því ekki. Samfélag þar sem allir þekkja mörk sín og annarra, allir vita hvernig á að bregðast við ofbeldi og allir taka afstöðu með þolendum. Samfélag þar sem að allir eiga rétt á að lifa sínu lífi án þess að líkama þeirra og sálarlífi sé ógnað. Án þess að ofbeldi sé tekið sem gefnum hlut sökum hegðunar, klæðaburðar, fötlunar eða nokkurs annars. Við höfum lagt grunninn að þessum breytingum og það er mikilvægara en nokkru sinni að halda baráttunni áfram. Svo einn daginn, þegar boðað verður til Druslugöngu, verði eldarnir hættir að kvikna.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér
Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. 7. október 2015 11:49
Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33
Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11
Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00
Strákarnir Ég var í sjöunda bekk í Melaskóla. Amma kom alltaf að sækja mig og lagði alltaf á sama stað. 8. október 2015 14:09
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun