Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. október 2015 19:00 Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira