Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. október 2015 19:00 Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir. Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir.
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira