Innlent

Illugi á landsleiknum: Fór snemma af læsismálþingi á Akureyri

Bjarki Ármannsson skrifar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli. Vísir/Anton
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð.

Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun.

Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.

Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.

10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...

Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015
Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum.

„Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“

Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×