Valdís lauk leik í 8. sæti í Englandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 16:30 Valdís lyftir hér boltanum inn á flötina. Vísir/Daníel Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, lenti í 8. sæti á WPGA International Challenge mótinu í Englandi en mótið var lokamót LETAS-mótaraðarinnar í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náði sér ekki á strik í dag en hún lenti í 10. sæti á mótinu eftir að hafa verið í efsta sæti eftir fyrsta leikdag. Líkt og kom fram hér fyrir ofan var þetta lokamót LETAS-mótaraðarinnar að ræða en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Komast efstu 20 kylfingarnir á hverju tímabili beint inn í lokaúrtökumótaröðið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Valdís hóf hring dagsins af miklum krafti en hún krækti í þrjá fugla og einn örn á fyrstu fimm holum vallarins en lauk fyrri níu holunum með skolla á 9. holu. Hún náði sér ekki jafn vel á strik á seinni níu holunum og lauk leik á einu höggi undir pari á deginum og einu höggi undir pari heilt yfir. Ólafía sem lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta degi lék fyrri níu holur dagsins á pari með þrjá fugla, þrjú pör og þrjá skolla náði líkt og Valdís ekki flugi á seinni níu holum dagsins. Fékk hún þrjá skolla og lauk leik á þremur höggum yfir pari, einu höggi yfir pari í heildina. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, lenti í 8. sæti á WPGA International Challenge mótinu í Englandi en mótið var lokamót LETAS-mótaraðarinnar í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náði sér ekki á strik í dag en hún lenti í 10. sæti á mótinu eftir að hafa verið í efsta sæti eftir fyrsta leikdag. Líkt og kom fram hér fyrir ofan var þetta lokamót LETAS-mótaraðarinnar að ræða en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Komast efstu 20 kylfingarnir á hverju tímabili beint inn í lokaúrtökumótaröðið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Valdís hóf hring dagsins af miklum krafti en hún krækti í þrjá fugla og einn örn á fyrstu fimm holum vallarins en lauk fyrri níu holunum með skolla á 9. holu. Hún náði sér ekki jafn vel á strik á seinni níu holunum og lauk leik á einu höggi undir pari á deginum og einu höggi undir pari heilt yfir. Ólafía sem lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta degi lék fyrri níu holur dagsins á pari með þrjá fugla, þrjú pör og þrjá skolla náði líkt og Valdís ekki flugi á seinni níu holum dagsins. Fékk hún þrjá skolla og lauk leik á þremur höggum yfir pari, einu höggi yfir pari í heildina.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34
Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00