„Hélt að þetta myndi aldrei koma fyrir mig“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. október 2015 09:00 Antoine Hrannar Fons. Fréttablaðið/Anton Brink „Andlega ofbeldið var verst, það líkamlega greri yfirleitt fljótt en hitt sat eftir og tók miklu lengri tíma að jafna sig á,“ segir Antoine Hrannar Fons sem var beittur grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Ofbeldið átti sér ýmsar hliðar og var misgróft. „Ég hélt að þetta væri eitthvað sem myndi aldrei koma fyrir mig,“ segir hann. Antoine var á síðasta ári í BA-námi í leiklistarskóla í London þegar hann kynntist fyrrverandi sambýlismanni sínum. Það var árið 2008 og þeir kynntust á samskiptasíðunni Myspace sem var vinsæl á þeim tíma. Antoine segist hafa kolfallið strax fyrir manninum. „Við byrjuðum að tala saman og klikkuðum bara strax. Þarna var bara prinsinn á hvíta hestinum mættur. Allt sem hann sagði passaði svo vel við mig, hann einhvern veginn speglaði mig.“ Þeir hittust svo þegar Antoine kom til Íslands aftur. „Við duttum eiginlega bara beint í samband. Þetta var fyrsta sambandið mitt með strák og ég vissi í raun ekkert hvað væri eðlilegt í þessu og hvað ekki.“ Þegar hann hugsar til baka segist hann sjá mörg viðvörunarmerki strax í upphafi sambandsins en hann var blindaður af ást og sá þau ekki á þeim tíma.Var varaður við „Fyrstu sex mánuðina var hann þessi draumaprins og það var allt frábært. Hann byrjaði samt strax að segja mér frá hinum og þessum fyrrverandi vinum og kunningjum sínum sem voru geðveikir og ég ætti að passa mig á. Eftir á sé ég auðvitað að hann var að undirbúa það ef einhver myndi reyna að vara mig við honum.“ Hann hafði rétt fyrir sér. „Fólk var að koma upp að mér og biðja mig að passa mig á honum, ráðleggja mér að fara. Þá var ég kominn með þann stimpil að þau væru geðveik því hann hafði sagt mér það. Og síðan gerðist það nákvæmlega sama eftir að við hættum saman, hann fór að segja við fólk að ég væri geðveikur. En á þessum tíma sá ég ekkert nema hann.“ Ástin var mikil milli þeirra. „Hann byrjaði strax að nota orðin „þú ert minn“, „ég á þig“, og ýmislegt í þessum dúr. Hann var alltaf að segja að ég væri svo fallegur, ég væri stjarnan í lífi hans og við ætluðum að verða gamlir saman. Ég gleypti við þessu öllu, en svo eins og með auglýsingar þá var þetta of gott til að vera satt.“Antoine FonsSleppti eigin útskrift Eftir um hálfs árs samband fór hegðun kærastans að breytast. „Ég var á leið til London í eigin útskrift og hann var kominn sjálfur út þangað sem hann var í námi. Þá gaf hann mér þá kosti að ef ég kæmi ekki núna þá væri engin framtíð í þessu. Það munaði fjórum dögum. Ég beilaði á útskriftinni, mamma og systir mín voru á leiðinni í útskriftina. En ég sleppti henni og fór til hans. Ég vildi ekki missa hann og hélt að þetta væri bara eðlilegt í sambandi,“ segir hann og hristir höfuðið yfir sjálfum sér. Antoine flutti til kærastans í New York. „Hann var í skólanum frá 9-5 á daginn. Ég mátti ekki fá bílinn hans þannig að ég bara beið heima eftir honum á daginn.“ Á þessum tíma var sambandið farið að breytast og hann segir kærastann hafa verið byrjaðan að beita hann miklu andlegu ofbeldi. Það hafi hins vegar gerst mjög lúmskt og hann áttaði sig ekki á því sjálfur fyrr en síðar. Þarna var hann upp á kærastann kominn, var í hans íbúð, fékk ekki lykla að íbúðinni og var háður honum að mörgu leyti. „Með svona fólk þá einhvern veginn sogast maður inn, hann vissi alveg hvað hann var að gera. Undirbjó þetta vel. Ég hef alltaf verið sterkur og hefði aldrei getað ímyndað mér að ég myndi enda í svona sambandi eða láta koma svona illa fram við mig. Þegar maður er á þessum stað þá sér maður það ekki.“Reif vegabréfið Hann segir ofbeldið hafa hafist fyrir alvöru þarna úti. „Við vorum kannski á einhverjum skemmtistöðum og hann var allt í einu með einhverjum strák. Og ég gat ekkert gert, gat ekkert farið. Hann sagði alltaf „ef þú ert með einhverja stæla þá geturðu bara farið“, en það var mjög erfitt fyrir mig því ég var fastur þarna.“ Í eitt skiptið voru þeir staddir á Manhattan, en þeir bjuggu á Long Island, og gistu því á hóteli þar sem Antoine var á leið til Íslands daginn eftir. „Ég kom að honum með einhverjum strák á skemmtistað, ég ákvað að fara en hann hljóp á eftir mér. Á þessum tíma þurfti maður alltaf að vera með vegabréf á sér til þess að komast inn á staði. Hann kom á eftir mér, hrifsaði vegabréfið úr rassvasanum á mér og reif það í tætlur. Sagði svo „gangi þér vel“ og fór aftur inn á staðinn.“Hér má sjá mynd sem Antoine tók af sér eftir eina árásina.Antoine fór þá upp á hótelherbergið sem þeir höfðu leigt sér. „Hann kom þangað mjög fullur, sparkaði í magann á mér og hausinn á mér dúndraðist utan í baðker. Ég beið eftir að hann myndi deyja brennivínsdauða og labba út. Ég færði bílinn hans því ég vissi að hann myndi koma á eftir mér og ég færði bílinn í næstu götu. Þá kom saga um að ég hefði rænt bílnum hans en ég færði hann bara því ég vissi að annars myndi hann elta mig daginn eftir.“Sagði aldrei fyrirgefðu Hann kom sér upp á flugvöll þar sem hann lét hringja í íslenska sendiráðið í Washington. „Ég laug því að vegabréfinu hefði verið rænt af mér á djamminu, ég laug því meira segja að mömmu minni. Ég vissi að ef ég myndi segja sannleikann þá yrði erfiðara að fara aftur til hans.“ Honum var reddað aftur til Íslands. „Hann náði fljótt að tala mig aftur á sitt band. Það var heldur ekki erfitt. Ég hélt að þetta væri bara eðlilegt. Hann sagði líka alltaf að svona værum við bara, við erum bara mínus og mínus og það gerði plús.“ Kærastinn flutti svo heim til Íslands og þeir byrjuðu að búa saman. Ofbeldið jókst mikið og var orðið nokkuð reglulegt, bæði andlegt og líkamlegt. Eftir verstu tilvikin var ástin allsráðandi. „Hann sagði aldrei fyrirgefðu heldur náði einhvern veginn alltaf að kenna mér um þetta líka og ég tók það alltaf til mín. Ef brotin voru mjög alvarleg þá sagði hann ekki fyrirgefðu heldur að við þyrftum að bæta okkur báðir. Hann fór að planta því í hausinn á mér að þegar hann gerði eitthvað við mig og ég brást fáránlega við að hans mati, með því til dæmis að reiðast við að fá högg í andlitið, þá væri ég bara að bregðast við á fáránlegan hátt. Þetta voru bara eðlileg viðbrögð hjá mér. Síðan ef ég ætlaði að ræða við hann eftir á um ofbeldið þá var bara „hey, ekki vera svona leiðinlegur, þurfum við alltaf að vera að ræða fortíðina?“.“Alvarleg líkamsárás Þeir fluttu svo aftur til Bandaríkjanna. „Þar gerðist það alvarlegasta,“ segir hann. „Við vorum í partíi hjá Íslendingum sem hann þekkir. Ég sá að hann var farinn að verða eitthvað skrýtinn og fór heim á undan honum. Hann elti mig heim í leigubíl. Þegar hann kom inn var ég að borða sneið af pítsu sem hann hafði pantað daginn áður. Hann brjálaðist og sló mig í andlitið. Svo byrjaði bara mjög gróft ofbeldi. Hann hljóp með andlitið á mér á vegg, á svona steyptan vegg, ég rotaðist og fólkið niðri heyrði einhvern hamagang, kom upp, en hann sagði að þetta væri sjónvarpið. Meðan ég lá þarna alveg að vankast út af var hann að rífa öll fötin mín úr töskunni minni. Brjóta tölvuna, iPadinn og símann. Þetta gerði hann eiginlega í hvert einasta skipti því hann vildi ekki að ég hefði færi á að komast í burtu. Gæti flúið eða gæti hringt eða haft samband.“ Nágrannana grunaði samt að ekki væri allt með felldu og þeir hringdu í lögregluna. „Þau greinilega sáu mig liggja á gólfinu og löggan kom. Hann var handjárnaður og það var farið með mig á hótel í Boston sem lögreglan í Boston borgaði. Þeir sögðu svo að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, það yrði bíll fyrir utan alla nóttina, þeir myndu svo skutla mér upp á völl morguninn eftir og hann væri kominn í nálgunarbann. Daginn eftir var mér skutlað upp á flugvöll, ég fór heim og hann var í einhverja daga þarna, svo var sagt við hann að hann mætti ekki fara úr landi því það yrðu réttarhöld.“Antoine segist aldrei hafa geta grunað að hann myndi lenda í ofbeldissambandi. Fréttablaðið/Anton Brink Fór aftur til hans Antoine kærði hann fyrir ofbeldi, eignaspjöll og morðhótanir en kærastinn hafði aftur samband. „Hann náði mér aftur og það var heldur ekki erfitt fyrir hann,“ segir Antoine og lýsir því hversu helsjúkur hann hafi verið orðinn þarna. Orðinn hluti af ástandi sem hann vissi innst inni að væri ekki eðlilegt en taldi sér trú um að svo væri. Það yrði allt gott aftur. „Hann varð aftur draumaprinsinn sem hann var fyrstu mánuðina. Stóra ástin mín, og ég var algjörlega blindaður af ást. Auðvitað hékk eitthvað á spýtunni því svo kom að því að hann bað mig að draga kærurnar til baka. Sagði við mig að ef við ættu einhvern tímann að eiga okkur einhverja von þá yrði ég að hætta við að kæra. Hann bað mig líka að hringja í vitnin á neðri hæðinni og biðja þau að hætta við kærurnar. Ég gerði það en þau sögðu bara glætan, þau hefðu séð aðkomuna og hvað hefði verið í gangi. Ég hringdi líka í lögfræðinginn og sagði nákvæmlega það sama, að ég ætlaði bara alveg að draga mig út úr þessu. Þau sögðu að ég gæti gert það en það skipti ekki máli, þetta væri það alvarleg líkamsárás og morðtilraun að fylkið ætlaði að kæra. Þetta endaði á því að hann fékk fangelsisdóm og fær ekki að fara til Bandaríkjanna aftur.“Leitaði oft læknisaðstoðar Læknaskýrslur sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Antoine leitaði oft á bráðamóttöku með alls kyns áverka; mar, skurði og brot. Þrátt fyrir það fór hann alltaf aftur til mannsins. Þeir voru sundur og saman næstu mánuðina. „Ég fór til vina minna eftir að hann hafði barið mig og sagði við þá að ég færi aldrei aftur til hans. En fór alltaf aftur. Svo kemst maður á þann stað að maður hættir að segja frá, því maður veit að þá verður alltaf erfiðara að fara til baka. Það hætta líka allir að trúa manni,“ segir hann. Kærastinn réðst oft á hann. „Í eitt skiptið réðst hann á mig heima hjá okkur. Þá fékk ég þennan skurð,“ segir hann og bendir á skurð milli augnanna. „Þarna vorum við hættir að djamma saman því ég var farinn að hræðast hann það mikið og hvað myndi gerast. Hann hélt ítrekað fram hjá mér. Hann kom heim eftir djammið, vildi fá kynlíf og ég sagði nei, að ég væri ekki í stuði. Ég vaknaði svo við hnefahögg, hann braut símann minn og tölvuna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá var eins og hann sæi að sér. Hann spurði hvort við ættum ekki að fara upp á slysó, við segðum bara einhverja sameiginlega sögu. Ég sagði jú, ég ætlaði bara að klæða mig í skó. En þá kom eitthvað yfir mig og ég þaut út. Ég sá ekki neitt því það lak bara blóð í augun á mér. Ég stoppaði eitthvert par og þau leyfðu mér að hringja á lögregluna, sem kom.“Hér má sjá mynd sem Antoine tók af sér eftir eina árásina.Viðbrögð lögreglunnar voru þó allt önnur en hann hafði búist við. „Þau skutluðu mér aftur heim til hans meðan tekin var skýrsla af honum. Á meðan var ég bara látinn bíða og átti vinsamlegast bara að bíða eftir að skýrslan væri tekin af honum. Það var eins og það væri bara litið á þetta sem slagsmál milli tveggja stráka. Þau voru ekkert að fatta að þetta væri heimilisofbeldi og lögreglan hefur aldrei fattað það. Ég sagði þeim skýrt að kærastinn minn hefði ráðist á mig og ekki í fyrsta skipti. En það var eins og af því að við vorum tveir strákar þá væru þetta bara einhver slagsmál,“ segir hann. Eftir skýrslutökuna var honum skutlað upp á bráðamóttöku. „Þar brast eiginlega hjúkrunarkonan sem tók á móti mér í grát af því hún hafði tekið svo oft á móti mér. Hún sagði að nú yrði ég að fara að taka mig á og fara frá honum.“Beið tímanna eftir barsmíðarnar Það kann að virka einkennilegt að Antoine hafi alltaf farið aftur til kærastans eftir að hann hafði brotið svona á honum. Hann segir ótrúlega erfitt að útskýra af hverju hann hafi gert það og þegar hann líti til baka þá skilji hann það ekki. „Ég var eiginlega farinn að verða háður þeim tímabilum þar sem var nýbúið að berja mig eða halda fram hjá mér. Þá vissi ég að hann yrði svo ótrúlega góður næstu daga. Hefði það ekki verið þannig þá hefði ég örugglega verið farinn en þetta verður eins og eiturlyf. Þú kemst bara visst langt í burtu þangað til þú ferð að ljúga að sjálfum þér að þetta sé allt í lagi, hann lýgur að þér að þetta verði allt í lagi og þetta hafi ekki verið svona slæmt.“ Undir lok sambandsins var hver einasti dagur orðinn rafmagnaður og Antoine vissi aldrei hvað var í vændum. Hann hafði fjarlægst fjölskyldu og vini. „Ég vissi aldrei hvað hann myndi gera. Í eitt skiptið kom ég heim til okkar eftir að hafa reynt að hringja í hann. Hann skellti alltaf á mig. Hann vissi að ég var að koma heim og var þá með strák í rúminu okkar. Hann sagði svo við mig að þetta hefði verið nauðgun. Ég trúði honum og fór með honum upp í sumarbústað daginn eftir.“ Hann segist svo sannarlega ekki hafa verið týpan sem hann hefði séð fyrir sér að myndi lenda í þessum aðstæðum. „Þegar ég var ungur þá ætlaði ég aldrei að verða þessi týpa og leit niður á fólk sem var í svona aðstæðum. Af hverju ekki að drulla sér í burtu? Þetta myndi aldrei koma fyrir mig. Ég ætlaði aldrei að verða sami aumingi og þessar konur sem láta berja sig og geta ekki einu sinni farið í burtu. En þetta er svo fáránlega allt annað dæmi þegar maður lendir í þessu sjálfur. Það er ekki fyrr en núna, mörgum árum seinna, sem ég sé hvað þetta er ótrúlega brenglað.“Kærur felldar niður Fljótlega eftir atvikið þar sem Antoine flúði heimili þeirra á sokkaleistunum hættu þeir saman. Á þeim tíma sem þeir voru saman segist hann hafa kært kærastann fimm sinnum til lögreglu en kærurnar hafi alltaf verið felldar niður vegna ónægra sannana. „Þessu var ekki tekið alvarlega og maður fékk skrýtið viðmót uppi á lögreglustöð. Í eitt skiptið kom ég að kæra og þá fannst ekki síðasta kæra í kerfinu. Þá fór lögreglumaðurinn að leita á borðinu hjá sér og fann hana þar í einhverjum bunka, þar sem hún hafði verið í nokkra mánuði,“ segir hann. Verst þykir honum að kærurnar hafi verið felldar niður því hann segist vita af fleiri sem hafi lent í manninum eftir að þeir hættu saman. Til hans hafa leitað strákar sem höfðu byrjað með kærastanum á eftir honum og lent í því sama. „Þá hafði þetta snúist við. Nú var ég sá sem hann var að vara fólk við og þeir héldu að ég væri geðveikur. Það hafa margir lent í honum. Einn af mínum bestu vinum í dag er fyrrverandi kærasti hans sem lenti í því að þurfa að flýja hann líka. En verst finnst mér að hann fer alltaf neðar og neðar og leitar sér að yngri strákum sem þekkja kannski ekki til hans eða hafa heyrt sögur af honum.“Áverkar Antoine.Vill opna á umræðuna Lengi á eftir var Antoine mjög reiður út í manninn og segir hann hafa ítrekað mætt á staði þar sem Antoine var eins og til að ógna honum. „Ég var að vinna á líkamsræktarstöð og hann á annarri stöð. Samt var hann alltaf að mæta í vinnuna til mín þegar ég var að þjálfa fólk og var í tækjunum í kring. Svona eins og til að ögra mér.“ Hann segir reiðina svo hafa breyst í að hann varð reiður sjálfum sér. „Fyrir að hafa eytt tíma mínum í þennan mann. Þess vegna finnst mér svo ofboðslega viðbjóðslegt að horfa upp á þessa litlu stráka sem hann er með. Ég var allavega orðinn 24 ára þegar ég kynntist honum. Mér finnst þetta eins og að horfa upp á nauðgun og ég megi ekkert gera.“ Hann segir þjóðfélagið líka ekki vilja meðtaka að heimilisofbeldi geti verið á þennan veg. „Það er svo mikill munur á hvernig var tekið á ofbeldinu úti og svo hérna heima. Þarna var því tekið alvarlega og ég fékk alla þá aðstoð sem ég þurfti. Hérna þorði ég varla að fara upp á lögreglustöð og segja að þetta væri kærastinn minn. Ef ég sagði heimilisofbeldi þá var sagt: Ha, var það pabbi þinn, bróðir þinn, mamma þín? En ekki kærasti. Bara eins og þetta væri ekki til. „Svona síkópatar sem ég tel hann vera eru með svo góðan front og geta stjórnað fólki. Þess vegna kemst hann upp með þetta. Eftir að við hættum saman hefur hann svo sagt sögur af því hvað ég sé geðveikur til að tryggja að fólk trúi mér ekki. Alveg eins og ég heyrði aðrar sögur af þessum og hinum.“ Antoine hefur nú ekki heyrt í kærastanum fyrrverandi í ár. Hann er nýfluttur úr landi en vill segja sögu sína til þess að opna á umræðuna um að slíkt ofbeldi sé til og það vanti betri úrræði. „Ef það verður farið að viðurkenna þetta þá verður líka auðveldara fyrir stráka sem lenda í þessu að átta sig á þessu.“ Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
„Andlega ofbeldið var verst, það líkamlega greri yfirleitt fljótt en hitt sat eftir og tók miklu lengri tíma að jafna sig á,“ segir Antoine Hrannar Fons sem var beittur grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Ofbeldið átti sér ýmsar hliðar og var misgróft. „Ég hélt að þetta væri eitthvað sem myndi aldrei koma fyrir mig,“ segir hann. Antoine var á síðasta ári í BA-námi í leiklistarskóla í London þegar hann kynntist fyrrverandi sambýlismanni sínum. Það var árið 2008 og þeir kynntust á samskiptasíðunni Myspace sem var vinsæl á þeim tíma. Antoine segist hafa kolfallið strax fyrir manninum. „Við byrjuðum að tala saman og klikkuðum bara strax. Þarna var bara prinsinn á hvíta hestinum mættur. Allt sem hann sagði passaði svo vel við mig, hann einhvern veginn speglaði mig.“ Þeir hittust svo þegar Antoine kom til Íslands aftur. „Við duttum eiginlega bara beint í samband. Þetta var fyrsta sambandið mitt með strák og ég vissi í raun ekkert hvað væri eðlilegt í þessu og hvað ekki.“ Þegar hann hugsar til baka segist hann sjá mörg viðvörunarmerki strax í upphafi sambandsins en hann var blindaður af ást og sá þau ekki á þeim tíma.Var varaður við „Fyrstu sex mánuðina var hann þessi draumaprins og það var allt frábært. Hann byrjaði samt strax að segja mér frá hinum og þessum fyrrverandi vinum og kunningjum sínum sem voru geðveikir og ég ætti að passa mig á. Eftir á sé ég auðvitað að hann var að undirbúa það ef einhver myndi reyna að vara mig við honum.“ Hann hafði rétt fyrir sér. „Fólk var að koma upp að mér og biðja mig að passa mig á honum, ráðleggja mér að fara. Þá var ég kominn með þann stimpil að þau væru geðveik því hann hafði sagt mér það. Og síðan gerðist það nákvæmlega sama eftir að við hættum saman, hann fór að segja við fólk að ég væri geðveikur. En á þessum tíma sá ég ekkert nema hann.“ Ástin var mikil milli þeirra. „Hann byrjaði strax að nota orðin „þú ert minn“, „ég á þig“, og ýmislegt í þessum dúr. Hann var alltaf að segja að ég væri svo fallegur, ég væri stjarnan í lífi hans og við ætluðum að verða gamlir saman. Ég gleypti við þessu öllu, en svo eins og með auglýsingar þá var þetta of gott til að vera satt.“Antoine FonsSleppti eigin útskrift Eftir um hálfs árs samband fór hegðun kærastans að breytast. „Ég var á leið til London í eigin útskrift og hann var kominn sjálfur út þangað sem hann var í námi. Þá gaf hann mér þá kosti að ef ég kæmi ekki núna þá væri engin framtíð í þessu. Það munaði fjórum dögum. Ég beilaði á útskriftinni, mamma og systir mín voru á leiðinni í útskriftina. En ég sleppti henni og fór til hans. Ég vildi ekki missa hann og hélt að þetta væri bara eðlilegt í sambandi,“ segir hann og hristir höfuðið yfir sjálfum sér. Antoine flutti til kærastans í New York. „Hann var í skólanum frá 9-5 á daginn. Ég mátti ekki fá bílinn hans þannig að ég bara beið heima eftir honum á daginn.“ Á þessum tíma var sambandið farið að breytast og hann segir kærastann hafa verið byrjaðan að beita hann miklu andlegu ofbeldi. Það hafi hins vegar gerst mjög lúmskt og hann áttaði sig ekki á því sjálfur fyrr en síðar. Þarna var hann upp á kærastann kominn, var í hans íbúð, fékk ekki lykla að íbúðinni og var háður honum að mörgu leyti. „Með svona fólk þá einhvern veginn sogast maður inn, hann vissi alveg hvað hann var að gera. Undirbjó þetta vel. Ég hef alltaf verið sterkur og hefði aldrei getað ímyndað mér að ég myndi enda í svona sambandi eða láta koma svona illa fram við mig. Þegar maður er á þessum stað þá sér maður það ekki.“Reif vegabréfið Hann segir ofbeldið hafa hafist fyrir alvöru þarna úti. „Við vorum kannski á einhverjum skemmtistöðum og hann var allt í einu með einhverjum strák. Og ég gat ekkert gert, gat ekkert farið. Hann sagði alltaf „ef þú ert með einhverja stæla þá geturðu bara farið“, en það var mjög erfitt fyrir mig því ég var fastur þarna.“ Í eitt skiptið voru þeir staddir á Manhattan, en þeir bjuggu á Long Island, og gistu því á hóteli þar sem Antoine var á leið til Íslands daginn eftir. „Ég kom að honum með einhverjum strák á skemmtistað, ég ákvað að fara en hann hljóp á eftir mér. Á þessum tíma þurfti maður alltaf að vera með vegabréf á sér til þess að komast inn á staði. Hann kom á eftir mér, hrifsaði vegabréfið úr rassvasanum á mér og reif það í tætlur. Sagði svo „gangi þér vel“ og fór aftur inn á staðinn.“Hér má sjá mynd sem Antoine tók af sér eftir eina árásina.Antoine fór þá upp á hótelherbergið sem þeir höfðu leigt sér. „Hann kom þangað mjög fullur, sparkaði í magann á mér og hausinn á mér dúndraðist utan í baðker. Ég beið eftir að hann myndi deyja brennivínsdauða og labba út. Ég færði bílinn hans því ég vissi að hann myndi koma á eftir mér og ég færði bílinn í næstu götu. Þá kom saga um að ég hefði rænt bílnum hans en ég færði hann bara því ég vissi að annars myndi hann elta mig daginn eftir.“Sagði aldrei fyrirgefðu Hann kom sér upp á flugvöll þar sem hann lét hringja í íslenska sendiráðið í Washington. „Ég laug því að vegabréfinu hefði verið rænt af mér á djamminu, ég laug því meira segja að mömmu minni. Ég vissi að ef ég myndi segja sannleikann þá yrði erfiðara að fara aftur til hans.“ Honum var reddað aftur til Íslands. „Hann náði fljótt að tala mig aftur á sitt band. Það var heldur ekki erfitt. Ég hélt að þetta væri bara eðlilegt. Hann sagði líka alltaf að svona værum við bara, við erum bara mínus og mínus og það gerði plús.“ Kærastinn flutti svo heim til Íslands og þeir byrjuðu að búa saman. Ofbeldið jókst mikið og var orðið nokkuð reglulegt, bæði andlegt og líkamlegt. Eftir verstu tilvikin var ástin allsráðandi. „Hann sagði aldrei fyrirgefðu heldur náði einhvern veginn alltaf að kenna mér um þetta líka og ég tók það alltaf til mín. Ef brotin voru mjög alvarleg þá sagði hann ekki fyrirgefðu heldur að við þyrftum að bæta okkur báðir. Hann fór að planta því í hausinn á mér að þegar hann gerði eitthvað við mig og ég brást fáránlega við að hans mati, með því til dæmis að reiðast við að fá högg í andlitið, þá væri ég bara að bregðast við á fáránlegan hátt. Þetta voru bara eðlileg viðbrögð hjá mér. Síðan ef ég ætlaði að ræða við hann eftir á um ofbeldið þá var bara „hey, ekki vera svona leiðinlegur, þurfum við alltaf að vera að ræða fortíðina?“.“Alvarleg líkamsárás Þeir fluttu svo aftur til Bandaríkjanna. „Þar gerðist það alvarlegasta,“ segir hann. „Við vorum í partíi hjá Íslendingum sem hann þekkir. Ég sá að hann var farinn að verða eitthvað skrýtinn og fór heim á undan honum. Hann elti mig heim í leigubíl. Þegar hann kom inn var ég að borða sneið af pítsu sem hann hafði pantað daginn áður. Hann brjálaðist og sló mig í andlitið. Svo byrjaði bara mjög gróft ofbeldi. Hann hljóp með andlitið á mér á vegg, á svona steyptan vegg, ég rotaðist og fólkið niðri heyrði einhvern hamagang, kom upp, en hann sagði að þetta væri sjónvarpið. Meðan ég lá þarna alveg að vankast út af var hann að rífa öll fötin mín úr töskunni minni. Brjóta tölvuna, iPadinn og símann. Þetta gerði hann eiginlega í hvert einasta skipti því hann vildi ekki að ég hefði færi á að komast í burtu. Gæti flúið eða gæti hringt eða haft samband.“ Nágrannana grunaði samt að ekki væri allt með felldu og þeir hringdu í lögregluna. „Þau greinilega sáu mig liggja á gólfinu og löggan kom. Hann var handjárnaður og það var farið með mig á hótel í Boston sem lögreglan í Boston borgaði. Þeir sögðu svo að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, það yrði bíll fyrir utan alla nóttina, þeir myndu svo skutla mér upp á völl morguninn eftir og hann væri kominn í nálgunarbann. Daginn eftir var mér skutlað upp á flugvöll, ég fór heim og hann var í einhverja daga þarna, svo var sagt við hann að hann mætti ekki fara úr landi því það yrðu réttarhöld.“Antoine segist aldrei hafa geta grunað að hann myndi lenda í ofbeldissambandi. Fréttablaðið/Anton Brink Fór aftur til hans Antoine kærði hann fyrir ofbeldi, eignaspjöll og morðhótanir en kærastinn hafði aftur samband. „Hann náði mér aftur og það var heldur ekki erfitt fyrir hann,“ segir Antoine og lýsir því hversu helsjúkur hann hafi verið orðinn þarna. Orðinn hluti af ástandi sem hann vissi innst inni að væri ekki eðlilegt en taldi sér trú um að svo væri. Það yrði allt gott aftur. „Hann varð aftur draumaprinsinn sem hann var fyrstu mánuðina. Stóra ástin mín, og ég var algjörlega blindaður af ást. Auðvitað hékk eitthvað á spýtunni því svo kom að því að hann bað mig að draga kærurnar til baka. Sagði við mig að ef við ættu einhvern tímann að eiga okkur einhverja von þá yrði ég að hætta við að kæra. Hann bað mig líka að hringja í vitnin á neðri hæðinni og biðja þau að hætta við kærurnar. Ég gerði það en þau sögðu bara glætan, þau hefðu séð aðkomuna og hvað hefði verið í gangi. Ég hringdi líka í lögfræðinginn og sagði nákvæmlega það sama, að ég ætlaði bara alveg að draga mig út úr þessu. Þau sögðu að ég gæti gert það en það skipti ekki máli, þetta væri það alvarleg líkamsárás og morðtilraun að fylkið ætlaði að kæra. Þetta endaði á því að hann fékk fangelsisdóm og fær ekki að fara til Bandaríkjanna aftur.“Leitaði oft læknisaðstoðar Læknaskýrslur sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Antoine leitaði oft á bráðamóttöku með alls kyns áverka; mar, skurði og brot. Þrátt fyrir það fór hann alltaf aftur til mannsins. Þeir voru sundur og saman næstu mánuðina. „Ég fór til vina minna eftir að hann hafði barið mig og sagði við þá að ég færi aldrei aftur til hans. En fór alltaf aftur. Svo kemst maður á þann stað að maður hættir að segja frá, því maður veit að þá verður alltaf erfiðara að fara til baka. Það hætta líka allir að trúa manni,“ segir hann. Kærastinn réðst oft á hann. „Í eitt skiptið réðst hann á mig heima hjá okkur. Þá fékk ég þennan skurð,“ segir hann og bendir á skurð milli augnanna. „Þarna vorum við hættir að djamma saman því ég var farinn að hræðast hann það mikið og hvað myndi gerast. Hann hélt ítrekað fram hjá mér. Hann kom heim eftir djammið, vildi fá kynlíf og ég sagði nei, að ég væri ekki í stuði. Ég vaknaði svo við hnefahögg, hann braut símann minn og tölvuna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá var eins og hann sæi að sér. Hann spurði hvort við ættum ekki að fara upp á slysó, við segðum bara einhverja sameiginlega sögu. Ég sagði jú, ég ætlaði bara að klæða mig í skó. En þá kom eitthvað yfir mig og ég þaut út. Ég sá ekki neitt því það lak bara blóð í augun á mér. Ég stoppaði eitthvert par og þau leyfðu mér að hringja á lögregluna, sem kom.“Hér má sjá mynd sem Antoine tók af sér eftir eina árásina.Viðbrögð lögreglunnar voru þó allt önnur en hann hafði búist við. „Þau skutluðu mér aftur heim til hans meðan tekin var skýrsla af honum. Á meðan var ég bara látinn bíða og átti vinsamlegast bara að bíða eftir að skýrslan væri tekin af honum. Það var eins og það væri bara litið á þetta sem slagsmál milli tveggja stráka. Þau voru ekkert að fatta að þetta væri heimilisofbeldi og lögreglan hefur aldrei fattað það. Ég sagði þeim skýrt að kærastinn minn hefði ráðist á mig og ekki í fyrsta skipti. En það var eins og af því að við vorum tveir strákar þá væru þetta bara einhver slagsmál,“ segir hann. Eftir skýrslutökuna var honum skutlað upp á bráðamóttöku. „Þar brast eiginlega hjúkrunarkonan sem tók á móti mér í grát af því hún hafði tekið svo oft á móti mér. Hún sagði að nú yrði ég að fara að taka mig á og fara frá honum.“Beið tímanna eftir barsmíðarnar Það kann að virka einkennilegt að Antoine hafi alltaf farið aftur til kærastans eftir að hann hafði brotið svona á honum. Hann segir ótrúlega erfitt að útskýra af hverju hann hafi gert það og þegar hann líti til baka þá skilji hann það ekki. „Ég var eiginlega farinn að verða háður þeim tímabilum þar sem var nýbúið að berja mig eða halda fram hjá mér. Þá vissi ég að hann yrði svo ótrúlega góður næstu daga. Hefði það ekki verið þannig þá hefði ég örugglega verið farinn en þetta verður eins og eiturlyf. Þú kemst bara visst langt í burtu þangað til þú ferð að ljúga að sjálfum þér að þetta sé allt í lagi, hann lýgur að þér að þetta verði allt í lagi og þetta hafi ekki verið svona slæmt.“ Undir lok sambandsins var hver einasti dagur orðinn rafmagnaður og Antoine vissi aldrei hvað var í vændum. Hann hafði fjarlægst fjölskyldu og vini. „Ég vissi aldrei hvað hann myndi gera. Í eitt skiptið kom ég heim til okkar eftir að hafa reynt að hringja í hann. Hann skellti alltaf á mig. Hann vissi að ég var að koma heim og var þá með strák í rúminu okkar. Hann sagði svo við mig að þetta hefði verið nauðgun. Ég trúði honum og fór með honum upp í sumarbústað daginn eftir.“ Hann segist svo sannarlega ekki hafa verið týpan sem hann hefði séð fyrir sér að myndi lenda í þessum aðstæðum. „Þegar ég var ungur þá ætlaði ég aldrei að verða þessi týpa og leit niður á fólk sem var í svona aðstæðum. Af hverju ekki að drulla sér í burtu? Þetta myndi aldrei koma fyrir mig. Ég ætlaði aldrei að verða sami aumingi og þessar konur sem láta berja sig og geta ekki einu sinni farið í burtu. En þetta er svo fáránlega allt annað dæmi þegar maður lendir í þessu sjálfur. Það er ekki fyrr en núna, mörgum árum seinna, sem ég sé hvað þetta er ótrúlega brenglað.“Kærur felldar niður Fljótlega eftir atvikið þar sem Antoine flúði heimili þeirra á sokkaleistunum hættu þeir saman. Á þeim tíma sem þeir voru saman segist hann hafa kært kærastann fimm sinnum til lögreglu en kærurnar hafi alltaf verið felldar niður vegna ónægra sannana. „Þessu var ekki tekið alvarlega og maður fékk skrýtið viðmót uppi á lögreglustöð. Í eitt skiptið kom ég að kæra og þá fannst ekki síðasta kæra í kerfinu. Þá fór lögreglumaðurinn að leita á borðinu hjá sér og fann hana þar í einhverjum bunka, þar sem hún hafði verið í nokkra mánuði,“ segir hann. Verst þykir honum að kærurnar hafi verið felldar niður því hann segist vita af fleiri sem hafi lent í manninum eftir að þeir hættu saman. Til hans hafa leitað strákar sem höfðu byrjað með kærastanum á eftir honum og lent í því sama. „Þá hafði þetta snúist við. Nú var ég sá sem hann var að vara fólk við og þeir héldu að ég væri geðveikur. Það hafa margir lent í honum. Einn af mínum bestu vinum í dag er fyrrverandi kærasti hans sem lenti í því að þurfa að flýja hann líka. En verst finnst mér að hann fer alltaf neðar og neðar og leitar sér að yngri strákum sem þekkja kannski ekki til hans eða hafa heyrt sögur af honum.“Áverkar Antoine.Vill opna á umræðuna Lengi á eftir var Antoine mjög reiður út í manninn og segir hann hafa ítrekað mætt á staði þar sem Antoine var eins og til að ógna honum. „Ég var að vinna á líkamsræktarstöð og hann á annarri stöð. Samt var hann alltaf að mæta í vinnuna til mín þegar ég var að þjálfa fólk og var í tækjunum í kring. Svona eins og til að ögra mér.“ Hann segir reiðina svo hafa breyst í að hann varð reiður sjálfum sér. „Fyrir að hafa eytt tíma mínum í þennan mann. Þess vegna finnst mér svo ofboðslega viðbjóðslegt að horfa upp á þessa litlu stráka sem hann er með. Ég var allavega orðinn 24 ára þegar ég kynntist honum. Mér finnst þetta eins og að horfa upp á nauðgun og ég megi ekkert gera.“ Hann segir þjóðfélagið líka ekki vilja meðtaka að heimilisofbeldi geti verið á þennan veg. „Það er svo mikill munur á hvernig var tekið á ofbeldinu úti og svo hérna heima. Þarna var því tekið alvarlega og ég fékk alla þá aðstoð sem ég þurfti. Hérna þorði ég varla að fara upp á lögreglustöð og segja að þetta væri kærastinn minn. Ef ég sagði heimilisofbeldi þá var sagt: Ha, var það pabbi þinn, bróðir þinn, mamma þín? En ekki kærasti. Bara eins og þetta væri ekki til. „Svona síkópatar sem ég tel hann vera eru með svo góðan front og geta stjórnað fólki. Þess vegna kemst hann upp með þetta. Eftir að við hættum saman hefur hann svo sagt sögur af því hvað ég sé geðveikur til að tryggja að fólk trúi mér ekki. Alveg eins og ég heyrði aðrar sögur af þessum og hinum.“ Antoine hefur nú ekki heyrt í kærastanum fyrrverandi í ár. Hann er nýfluttur úr landi en vill segja sögu sína til þess að opna á umræðuna um að slíkt ofbeldi sé til og það vanti betri úrræði. „Ef það verður farið að viðurkenna þetta þá verður líka auðveldara fyrir stráka sem lenda í þessu að átta sig á þessu.“
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira