Viðskipti innlent

„Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri.
RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri. Vísir/Stefán
Útvarpsstjóri segir að samantekt á stöðu RÚV staðfesti að fyrirtækið hafi verið undirfjármagnað frá stofnun árið 2007. Þetta segir í yfirlýsingu vegna skýrslunnar. „Mistök voru gerð við að láta gamlar lífeyrssjóðsskuldbindingar ríkisins fylgja með við hlutafélagsvæðinguna,“ segir í yfirlýsingunni.

„Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök,“ segir RÚV.

Í yfirlýsingunni segir að skýrslan staðfesti einnig að jákvæður viðsnúningur hafi orðið á rekstrinum á undanförnum átján mánuðum og að samningur um sölu byggingarréttar við Efstaleiti mun leiða til mestu lækkunar skulda í sögu félagsins.

RÚV segist gera athugasemdir við ýmis atriði í skýrslunni en í yfirlýsingunni er aðeins vísað til þess að tölulegur samanburður sem nefndir gerir á milli RÚV og 365, sem meðal annars gefur út Vísi.

„Margoft hefur komið fram að slíkur samanburður er illmögulegur vegna ólíks eðlis almannaþjónustumiðla og einkamiðla,“ segir í yfirlýsingunni. Þá gagnrýnir RÚV að stuðst sé við óopinberar tölur um rekstur 365, en fram kemur í skýrslunni að fyrirtækið hafi sjálft látið þær upplýsingar af hendi. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×