Erlent

38 saknað eftir að bát hvolfdi í Eyjahafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjúkraliðar og sjálfboðaliðar hlúðu að fólkinu þegar komið var með þau að landi.
Sjúkraliðar og sjálfboðaliðar hlúðu að fólkinu þegar komið var með þau að landi. Vísir/AFP
38 manns er nú saknað eftir að trébát hvolfdi og sökk í Eyjarhafinu á milli Tyrklands og Grikklands í gærkvöldi. Fjöldi flóttamanna var um borð og var 242 bjargað og þrjú lík hafa fundist. Strandgæsla leitar nú að þeim sem saknað er í lofti og legi.

Í gær létust minnst ellefu flóttamenn, þar af fimm börn, í fimm mismunandi slysum í austanverðu Eyjahafi, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Sjúkraliðar og sjálfboðaliðar hlúðu að flestum þegar þau voru flutt að landi á Lesbos en 18 börn voru flutt á sjúkrahús. Þrjú þeirra eru sögð í alvarlegu ástandi.

Rúmlega 300 þúsund flóttamenn hafa komið að landi á Lesbos á þessu ári. Í heildina hafa rúmlega 700 þúsund flóttamenn komið til Evrópu.


Tengdar fréttir

Á þriðja hundrað bjargað úr sjónum við Lesbos

Drekkhlaðinn trébátur hvolfdi undan ströndum grísku eyjunnar í kvöld en hinir 85 þúsund íbúar hennar hafa tekið á móti um hálfri milljón flóttamanna það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×