Innlent

Spá stormi í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Von er á 18-23 metrum á sekúndu suðaustan til fram eftir degi.
Von er á 18-23 metrum á sekúndu suðaustan til fram eftir degi. Vísir/Vilhelm
Stormi er spáð suðaustanlands og á miðhálendinu í dag. Einnig er spáð vatnsveðri og verulegu afrennsli við Mýrdalsjökul, sunnan Vatnajökuls og til Austfjarða í dag og á morgun. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar við vatnsföll.

Von er á 18-23 metrum á sekúndu suðaustan til fram eftir degi. Í dag verðurinn hitinn átta til ellefu stig, en fer kólnandi. Á vef Veðurstofu Íslands segir að á síðdegis á morgun verði vindurinn hægari.

Veður horfur á landinu næstu daga eru svona samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á laugardag: Breytileg átt, 5-10 m/s og rigning eða slydda um tíma, en léttir síðan til V-lands. Hiti 0 til 6 stig.

Á sunnudag: Gengur í suðvestan og sunnan 13-18 m/s með rigningu eða slyddu, en hægara og úrkomulítið NA-lands. Hiti 1 til 8 stig.

Á mánudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan og austan. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en bjartviðri A-lands. Hiti 1 til 5 stig, en kringum frostmark til landsins.

Á miðvikudag: Suðlæg átt og smáskúrir eða él, en þurrt fyrir austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×