Sprenging í sölu nýrra rafbíla ingvar haraldsson skrifar 29. október 2015 07:00 Özur bendir á að koma þurfi upp hraðhleðslustöðvum um allt land eigi rafmagnsbílar að vera raunhæfur kostur í langferðum. vísir/pjetur Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 240 nýir rafmagnsbíla hafa selst á þessu ári en í fyrra seldust 90 rafmagnsbílar, 49 árið 2013 og 10 rafmagnsbílar árið 2012. Helsta skýringin á aukinni sölu er að virðisaukaskattur af bílunum var felldur niður 1. janúar 2014 að sögn Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Þá séu engin vörugjöld greidd af rafmagnsbílum þar sem þeir losi ekki koltvísýring. Því sé nú hægt að kaupa nýjan rafmagnsbíl hér á landi á þrjár til fjórar milljónir króna.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.Özur segir hjálpa til að rekstrarkostnaður rafmagnsbílanna sé lágur auk þess sem drægi þeirra sé að aukast. „Með hverri kynslóð af nýjum rafmagnsbíl kemur betri bíll, betri rafhlaða og meira drægi.“ Reikna megi með að hægt sé að komast á 80-120 kílómetra á einni hleðslu. Þeir séu því kjörnir fyrir hefðbundinn innanbæjarakstur, úr og í vinnu. „En ef þú ætlar að fara í lengri ferðalög hentar þetta engan veginn,“ bendir Özur á. Hins vegar liggi fyrir að drægi rafmagnsbílanna muni batna og þeir muni lækka í verði á næstu árum. En til þess að rafmagnsbílar verði raunhæfur valkostur á ferðum um landið þurfi að koma upp hraðhleðslustöðvum hringinn í kringum Ísland. Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 240 nýir rafmagnsbíla hafa selst á þessu ári en í fyrra seldust 90 rafmagnsbílar, 49 árið 2013 og 10 rafmagnsbílar árið 2012. Helsta skýringin á aukinni sölu er að virðisaukaskattur af bílunum var felldur niður 1. janúar 2014 að sögn Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Þá séu engin vörugjöld greidd af rafmagnsbílum þar sem þeir losi ekki koltvísýring. Því sé nú hægt að kaupa nýjan rafmagnsbíl hér á landi á þrjár til fjórar milljónir króna.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.Özur segir hjálpa til að rekstrarkostnaður rafmagnsbílanna sé lágur auk þess sem drægi þeirra sé að aukast. „Með hverri kynslóð af nýjum rafmagnsbíl kemur betri bíll, betri rafhlaða og meira drægi.“ Reikna megi með að hægt sé að komast á 80-120 kílómetra á einni hleðslu. Þeir séu því kjörnir fyrir hefðbundinn innanbæjarakstur, úr og í vinnu. „En ef þú ætlar að fara í lengri ferðalög hentar þetta engan veginn,“ bendir Özur á. Hins vegar liggi fyrir að drægi rafmagnsbílanna muni batna og þeir muni lækka í verði á næstu árum. En til þess að rafmagnsbílar verði raunhæfur valkostur á ferðum um landið þurfi að koma upp hraðhleðslustöðvum hringinn í kringum Ísland.
Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira