Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 12:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Hér er hún ásamt Herði Jóhannessyni sem var aðstoðarlögreglustjóri þegar hún tók við störfum og Jóni H. B. Snorrasyni. Hörður lét af störfum sem aðstoðarlögreglustjóri mánuði eftir að Sigríður tók til starfa og tók Alda Hrönn Jóhannsdóttir við starfi hans. Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20