Færeyingar halda áfram að selja Rússum fisk Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2015 07:00 Forsætisráðherrar allra Norðurlandaþjóðanna voru saman komnir í Hörpu í gær, ásamt mörgum fleiri. Fréttablaðið/GVA Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna. Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna.
Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira