28 ára strákur tekur við liði í Bundesligunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 17:00 Julian Nagelsmann. Vísir/Getty Julian Nagelsmann mun stýra þýska úrvalsdeildarliðinu TSG 1899 Hoffenheim frá og með næsta tímabili en hann er bara 28 ára gamall. TSG 1899 Hoffenheim er eflaust þekktast á Íslandi fyrir að vera það lið sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með og skoraði 9 mörk fyrir tímabilið 2010-11. Hoffenheim rak Markus Gisdol í gær og hinn 61 árs gamli Hollendingur Huub Stevens mun stýra liðinu út tímabilið. Hoffenheim situr eins og er í fallsæti (17. sæti af 18 liðum) og svo gæti farið að nýji þjálfari þurfi að byrja með liðið í b-deildinni. Verði liðið hinsvegar áfram í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili þá mun Julian Nagelsmann verða yngsti þjálfari deildarinnar frá upphafi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er hugrekki að taka þetta skref. Hann er bara svo efnilegur þjálfari að við viljum gefa honum þetta tækifæri," sagði Alexander Rosen, yfirmaður íþróttamála hjá Hoffenheim. Julian Nagelsmann mun klára tímabilið sem þjálfari 19 ára lið félagsins á meðan hann er hann að öðlast þau þjálfararéttindi sem hann þarf á að halda fyrir starfið hjá aðalliðinu. Julian Nagelsmann er fæddur 23. júlí 1987 eða rúmu ári eftir að Diego Maradona skoraði með hendi á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986. Fótboltaferli hans lauk við 22 ára aldur og hann hefur þjálfað yngri lið TSG 1899 Hoffenheim frá 2010. Nagelsmann fékk að kynnast aðeins starfinu með aðalliðinu þegar hann var aðstoðarþjálfari aðalliðsins tímabilið 2012 til 2013. Nagelsmann gerði 19 ára lið Hoffenheim að þýskum meisturum árið 2014 og liðið varð síðan í öðru sæti á síðasta tímabili.Julian NagelsmannVísir/Getty Þýski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Sjá meira
Julian Nagelsmann mun stýra þýska úrvalsdeildarliðinu TSG 1899 Hoffenheim frá og með næsta tímabili en hann er bara 28 ára gamall. TSG 1899 Hoffenheim er eflaust þekktast á Íslandi fyrir að vera það lið sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með og skoraði 9 mörk fyrir tímabilið 2010-11. Hoffenheim rak Markus Gisdol í gær og hinn 61 árs gamli Hollendingur Huub Stevens mun stýra liðinu út tímabilið. Hoffenheim situr eins og er í fallsæti (17. sæti af 18 liðum) og svo gæti farið að nýji þjálfari þurfi að byrja með liðið í b-deildinni. Verði liðið hinsvegar áfram í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili þá mun Julian Nagelsmann verða yngsti þjálfari deildarinnar frá upphafi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er hugrekki að taka þetta skref. Hann er bara svo efnilegur þjálfari að við viljum gefa honum þetta tækifæri," sagði Alexander Rosen, yfirmaður íþróttamála hjá Hoffenheim. Julian Nagelsmann mun klára tímabilið sem þjálfari 19 ára lið félagsins á meðan hann er hann að öðlast þau þjálfararéttindi sem hann þarf á að halda fyrir starfið hjá aðalliðinu. Julian Nagelsmann er fæddur 23. júlí 1987 eða rúmu ári eftir að Diego Maradona skoraði með hendi á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986. Fótboltaferli hans lauk við 22 ára aldur og hann hefur þjálfað yngri lið TSG 1899 Hoffenheim frá 2010. Nagelsmann fékk að kynnast aðeins starfinu með aðalliðinu þegar hann var aðstoðarþjálfari aðalliðsins tímabilið 2012 til 2013. Nagelsmann gerði 19 ára lið Hoffenheim að þýskum meisturum árið 2014 og liðið varð síðan í öðru sæti á síðasta tímabili.Julian NagelsmannVísir/Getty
Þýski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Sjá meira