Þegar rökin skortir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. október 2015 07:00 Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun