Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin.
Embættismenn í Pakistan segja nú að vitað sé til þess að 145 hafi látið lífið vegna jarðskjálftans. Heildarfjöldi látinna er því minnst 180, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þar á meðal eru tólf skólastúlkur sem létu lífið í troðningi eftir skjálftann.
Skömmu eftir að jarðskjálftinn varð kom 4,8 stigs eftirskjálfti.
In Peshawer after earthquake pic.twitter.com/9L7JnNLyd9
— Iffat khan (@iffatbibigul) October 26, 2015