Viðskipti innlent

Icelandair Group stærsta fyrirtæki landsins

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tekjur Icelandair Group námu 142 milljörðum árið 2014.
Tekjur Icelandair Group námu 142 milljörðum árið 2014. Vísir/Vilhelm
Icelandair Group er stærsta fyrirtæki landsins miðað við tekjur samkvæmt nýjum lista Keldunnar. Fyrirtækið velti 142 milljörðum króna árið 2014. Keldan birti í morgun lista yfir 300 stærstu landsins miðað við tekjur árið 2014. Marel er í öðru sæti á listanum með 110 milljarða í tekjur og Icelandic Group í því þriðja með tæplega 90 milljarða í tekjur.

Á topp 10 listanum vega stóru viðskiptabankarnir þungt, þeirra stærstur er Arion banki. Útflutningsfyrirtækin eru einnig áberandi. Hér fyrir neðan má sjá tíu tekjuhæstu fyrirtæki landsins:

1. Icelandair Group, velta: 142 milljarðar

2. Marel, velta: 110 milljarðar 

3. Icelandic Group, velta: 90 milljarðar

4. Alcoa Fjarðarál, velta: 90 milljarðar árið 2013

5. Arion banki, velta: 85,8 milljarðar

6. Samherji, velta: 78,3 milljarðar

7. Hagar, velta: 76,3 milljarðar

8. Íslandsbanki, velta: 72,8 milljarðar

9. Norðurál Grundartangi, velta: 71,9 milljarðar

10. Landsbankinn, velta: 70,6 milljarðar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×