Sjómenn björguðu ungum dreng úr sjónum - Myndband Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2015 08:45 Björgunarmenn flytja lík barns sem drukknaði við Lesbos af ströndinni. Vísir/EPA Tyrkneskir sjómenn björguðu á dögunum fimmtán manns úr sjónum, eftir að bátur flóttamanna hafði sokkið undan ströndum Tyrklands. Þrjátíu manns voru í bátnum, en flóttamenn reyna nú að komast til Evrópu áður en veturinn skellur á og hafa yfirvöld í Grikklandi ekki undan vegna ástandsins. Sjómennirnir voru við veiðar þann 21. október, þegar þeir sáu 18 mánaða gamalt barn klætt í björgunarvesti fljóta í sjónum, samkvæmt DHA fréttaveitunni í Tyrklandi. Svo sáu þeir fleiri flóttamenn fljótandi í sjónum og björguðu 15 manns, mest konum. Skipstjóri bátsins segir þá hafa grunað að drengurinn væri ofkældur og klæddu þeir hann úr fötunum og vöfðu í teppi. Drengurinn er sagður við góða heilsu og móðir hans bjargaðist einnig. Sjómennirnir heimsóttu þau á sjúkrahúsið samkvæmt CNN.Tvö börn fundust drukknuð en minnst sjö manns er enn saknað.Vísir/EPAMikill fjöldi flóttamanna Flóttamönnum sem reyna að komast frá Tyrklandi til Grikklands hefur fjölgað mikið á síðustu vikum. Flóttamennirnir eru nú ólmir í að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa minnst 644 þúsund flóttamenn ferðast sjóleiðina til Evrópu það sem af er þessu ári. Í gær drukknuðu kona og tvö börn við strendur eyjunnar Lesbos í Eyjahafi eftir að uppblásanlegur bátur þeirra lenti á grjóti. Minnst sjö er saknað en 53 komust að landi. Börnin tvö voru tveggja og sjö ára, samkvæmt New York Times. Sjómennirnir björguðu drengnum undan ströndum Kusadasi héraðs í Tyrklandi. Flóttamenn Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Tyrkneskir sjómenn björguðu á dögunum fimmtán manns úr sjónum, eftir að bátur flóttamanna hafði sokkið undan ströndum Tyrklands. Þrjátíu manns voru í bátnum, en flóttamenn reyna nú að komast til Evrópu áður en veturinn skellur á og hafa yfirvöld í Grikklandi ekki undan vegna ástandsins. Sjómennirnir voru við veiðar þann 21. október, þegar þeir sáu 18 mánaða gamalt barn klætt í björgunarvesti fljóta í sjónum, samkvæmt DHA fréttaveitunni í Tyrklandi. Svo sáu þeir fleiri flóttamenn fljótandi í sjónum og björguðu 15 manns, mest konum. Skipstjóri bátsins segir þá hafa grunað að drengurinn væri ofkældur og klæddu þeir hann úr fötunum og vöfðu í teppi. Drengurinn er sagður við góða heilsu og móðir hans bjargaðist einnig. Sjómennirnir heimsóttu þau á sjúkrahúsið samkvæmt CNN.Tvö börn fundust drukknuð en minnst sjö manns er enn saknað.Vísir/EPAMikill fjöldi flóttamanna Flóttamönnum sem reyna að komast frá Tyrklandi til Grikklands hefur fjölgað mikið á síðustu vikum. Flóttamennirnir eru nú ólmir í að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa minnst 644 þúsund flóttamenn ferðast sjóleiðina til Evrópu það sem af er þessu ári. Í gær drukknuðu kona og tvö börn við strendur eyjunnar Lesbos í Eyjahafi eftir að uppblásanlegur bátur þeirra lenti á grjóti. Minnst sjö er saknað en 53 komust að landi. Börnin tvö voru tveggja og sjö ára, samkvæmt New York Times. Sjómennirnir björguðu drengnum undan ströndum Kusadasi héraðs í Tyrklandi.
Flóttamenn Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira