Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 21:57 Umhverfismál og straumur flóttamanna til Evrópu verða ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Forseti Norðurlandaráðs segir gott að ráðið fjalli í vaxandi mæli um utanríkismál, sem er mikil stefnubreyting frá fyrri árum. Norðurlöndin fimm skiptast á að halda árleg Norðurlandaráðsþing. Þingið fer nú í fyrsta skipti fram í einu húsi í Reykjavík í Hörpu í næstu viku. Á þinginu verður meðal annars tekist á um tillögu um hvort Norðurlöndin eigi sameiginlega að láta sig málefni Palestínu og Ísrael varða. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs kynnti dagskrá þingsins í Hörpu á fréttamannafundi í dag. En allt frá því skýrsla nefndar undir formennsku Torvalds Stoltenberg var birt árið 2009 um framtíðarhlutverk ráðsins, hafa utanríkismál komist þar á dagskrá. „Ég held að það skipti máli að við ræðum öll þessi stóru mál á samnorrænum vettvangi. Við ætlum að hafa sérstakan fund um flóttamannavandann þar sem við fáum tvo sérfræðinga til að fara yfir það helsta. Annars vegar frá Evrópusambands hliðinni og hins vegar frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD,“ segir Höskuldur. Fyrsta stóra utanríkismálið sem tekið var fyrir á þingi Norðurlandaráðs var innrás Rússa á Krímskaga á þinginu í fyrra. Rússar brugðust illa við og breyttu stöðu skrifstofu Norðurlandaráðs í Moskvu sem varð til þess að skrifstofunni var lokað. Norðurlöndin hafa hvert um sig látið sig varða málefni Palestínu og Ísraels og nú liggur fyrir þinginu tillaga frá vinstriflokkum um að löndin beiti sér sameiginlega í þessum efnum. „Já, ég tel það mjög mikilvægt og held að það sé gott að við ræðum það á okkar vettvangi hvort að Norðurlöndin sameinuð geti stuðlað að friði. Við sjáum það núna með flóttamannavandann að þetta er svæði sem snertir okkar daglega líf á Norðurlöndunum. Við höfum rætt þessi mál í þjóðlöndunum. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. En ég held að það sé mjög gott og þarft að ræða þetta á samnorrænum vettvangi,“ segir Höskuldur. Norðurlandaráðsþingið hefst í Hörpu þriðjudaginn 27. október og stendur til 29. október. Von er á rúmlega þúsund þingfulltrúum og öðrum gestum á þingið. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Umhverfismál og straumur flóttamanna til Evrópu verða ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Forseti Norðurlandaráðs segir gott að ráðið fjalli í vaxandi mæli um utanríkismál, sem er mikil stefnubreyting frá fyrri árum. Norðurlöndin fimm skiptast á að halda árleg Norðurlandaráðsþing. Þingið fer nú í fyrsta skipti fram í einu húsi í Reykjavík í Hörpu í næstu viku. Á þinginu verður meðal annars tekist á um tillögu um hvort Norðurlöndin eigi sameiginlega að láta sig málefni Palestínu og Ísrael varða. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs kynnti dagskrá þingsins í Hörpu á fréttamannafundi í dag. En allt frá því skýrsla nefndar undir formennsku Torvalds Stoltenberg var birt árið 2009 um framtíðarhlutverk ráðsins, hafa utanríkismál komist þar á dagskrá. „Ég held að það skipti máli að við ræðum öll þessi stóru mál á samnorrænum vettvangi. Við ætlum að hafa sérstakan fund um flóttamannavandann þar sem við fáum tvo sérfræðinga til að fara yfir það helsta. Annars vegar frá Evrópusambands hliðinni og hins vegar frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD,“ segir Höskuldur. Fyrsta stóra utanríkismálið sem tekið var fyrir á þingi Norðurlandaráðs var innrás Rússa á Krímskaga á þinginu í fyrra. Rússar brugðust illa við og breyttu stöðu skrifstofu Norðurlandaráðs í Moskvu sem varð til þess að skrifstofunni var lokað. Norðurlöndin hafa hvert um sig látið sig varða málefni Palestínu og Ísraels og nú liggur fyrir þinginu tillaga frá vinstriflokkum um að löndin beiti sér sameiginlega í þessum efnum. „Já, ég tel það mjög mikilvægt og held að það sé gott að við ræðum það á okkar vettvangi hvort að Norðurlöndin sameinuð geti stuðlað að friði. Við sjáum það núna með flóttamannavandann að þetta er svæði sem snertir okkar daglega líf á Norðurlöndunum. Við höfum rætt þessi mál í þjóðlöndunum. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. En ég held að það sé mjög gott og þarft að ræða þetta á samnorrænum vettvangi,“ segir Höskuldur. Norðurlandaráðsþingið hefst í Hörpu þriðjudaginn 27. október og stendur til 29. október. Von er á rúmlega þúsund þingfulltrúum og öðrum gestum á þingið.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira