Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 21:57 Umhverfismál og straumur flóttamanna til Evrópu verða ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Forseti Norðurlandaráðs segir gott að ráðið fjalli í vaxandi mæli um utanríkismál, sem er mikil stefnubreyting frá fyrri árum. Norðurlöndin fimm skiptast á að halda árleg Norðurlandaráðsþing. Þingið fer nú í fyrsta skipti fram í einu húsi í Reykjavík í Hörpu í næstu viku. Á þinginu verður meðal annars tekist á um tillögu um hvort Norðurlöndin eigi sameiginlega að láta sig málefni Palestínu og Ísrael varða. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs kynnti dagskrá þingsins í Hörpu á fréttamannafundi í dag. En allt frá því skýrsla nefndar undir formennsku Torvalds Stoltenberg var birt árið 2009 um framtíðarhlutverk ráðsins, hafa utanríkismál komist þar á dagskrá. „Ég held að það skipti máli að við ræðum öll þessi stóru mál á samnorrænum vettvangi. Við ætlum að hafa sérstakan fund um flóttamannavandann þar sem við fáum tvo sérfræðinga til að fara yfir það helsta. Annars vegar frá Evrópusambands hliðinni og hins vegar frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD,“ segir Höskuldur. Fyrsta stóra utanríkismálið sem tekið var fyrir á þingi Norðurlandaráðs var innrás Rússa á Krímskaga á þinginu í fyrra. Rússar brugðust illa við og breyttu stöðu skrifstofu Norðurlandaráðs í Moskvu sem varð til þess að skrifstofunni var lokað. Norðurlöndin hafa hvert um sig látið sig varða málefni Palestínu og Ísraels og nú liggur fyrir þinginu tillaga frá vinstriflokkum um að löndin beiti sér sameiginlega í þessum efnum. „Já, ég tel það mjög mikilvægt og held að það sé gott að við ræðum það á okkar vettvangi hvort að Norðurlöndin sameinuð geti stuðlað að friði. Við sjáum það núna með flóttamannavandann að þetta er svæði sem snertir okkar daglega líf á Norðurlöndunum. Við höfum rætt þessi mál í þjóðlöndunum. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. En ég held að það sé mjög gott og þarft að ræða þetta á samnorrænum vettvangi,“ segir Höskuldur. Norðurlandaráðsþingið hefst í Hörpu þriðjudaginn 27. október og stendur til 29. október. Von er á rúmlega þúsund þingfulltrúum og öðrum gestum á þingið. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Umhverfismál og straumur flóttamanna til Evrópu verða ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Forseti Norðurlandaráðs segir gott að ráðið fjalli í vaxandi mæli um utanríkismál, sem er mikil stefnubreyting frá fyrri árum. Norðurlöndin fimm skiptast á að halda árleg Norðurlandaráðsþing. Þingið fer nú í fyrsta skipti fram í einu húsi í Reykjavík í Hörpu í næstu viku. Á þinginu verður meðal annars tekist á um tillögu um hvort Norðurlöndin eigi sameiginlega að láta sig málefni Palestínu og Ísrael varða. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs kynnti dagskrá þingsins í Hörpu á fréttamannafundi í dag. En allt frá því skýrsla nefndar undir formennsku Torvalds Stoltenberg var birt árið 2009 um framtíðarhlutverk ráðsins, hafa utanríkismál komist þar á dagskrá. „Ég held að það skipti máli að við ræðum öll þessi stóru mál á samnorrænum vettvangi. Við ætlum að hafa sérstakan fund um flóttamannavandann þar sem við fáum tvo sérfræðinga til að fara yfir það helsta. Annars vegar frá Evrópusambands hliðinni og hins vegar frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD,“ segir Höskuldur. Fyrsta stóra utanríkismálið sem tekið var fyrir á þingi Norðurlandaráðs var innrás Rússa á Krímskaga á þinginu í fyrra. Rússar brugðust illa við og breyttu stöðu skrifstofu Norðurlandaráðs í Moskvu sem varð til þess að skrifstofunni var lokað. Norðurlöndin hafa hvert um sig látið sig varða málefni Palestínu og Ísraels og nú liggur fyrir þinginu tillaga frá vinstriflokkum um að löndin beiti sér sameiginlega í þessum efnum. „Já, ég tel það mjög mikilvægt og held að það sé gott að við ræðum það á okkar vettvangi hvort að Norðurlöndin sameinuð geti stuðlað að friði. Við sjáum það núna með flóttamannavandann að þetta er svæði sem snertir okkar daglega líf á Norðurlöndunum. Við höfum rætt þessi mál í þjóðlöndunum. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. En ég held að það sé mjög gott og þarft að ræða þetta á samnorrænum vettvangi,“ segir Höskuldur. Norðurlandaráðsþingið hefst í Hörpu þriðjudaginn 27. október og stendur til 29. október. Von er á rúmlega þúsund þingfulltrúum og öðrum gestum á þingið.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira