Liðsfélagi Hamilton, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari í hádramatískum kappakstri. Keppnin bauð upp á allt, öryggisbíllinn kom tvisvar út og sýndar öryggisbíll var tvisvar notaður.
Allir ökumenn byrjuðu á milliregndekkjum, það var ekki rigning þegar keppnin hófst, í fyrsta skipti alla helgina.
Hamilton tók forystuna strax í ræsingunni, hann þvingaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Valtteri Bottas kom inn á fyrsta hring til að fá nýjan framvæng og hann skipti yfir á mjúk þurrdekk. Bottas hætti svo keppni á hring sex.
Daniel Ricciardo tók fram úr Hamilton á 15. hring. Hann var búinn að elta Hamilton nokkra hringi. Þá var Rosberg næstur á eftir Hamilton. Rosberg tók svo fram úr Hamilton á hring 18. Þá fór Hamilton inn á þjónustusvæðið á þurrdekk.
Þurrdekkin urðu mjög vinsæll kostur í kringum 20. hring. En á sama tíma og allir voru að skipta yfr á þurrdekk fór Kimi Raikkonen útaf og þurfti að koma inn til að fá ný dekk og framvæng.
Rosberg tók forystuna af Ricciardo á 22. hring. Á sama tíma tók Hamilton fram úr Daniil Kvyat. Kvyat tapaði svo fjórða sætinu til Vettel skömmu seinna.
Hamilton tók svo fram úr Ricciardo á hring 26 og var þá orðinn annar á eftir Rosberg. Á sama tíma hætti Raikkonen keppni, bíllinn hafði orðið fyrir meira tjóni en upprunalega var talið þegar hann fór útaf og lenti á veggnum.
Öryggisbíllinn kom út þegar Marcus Ericsson stoppaði á brautinni á hring 27. Vettel tók þjónustuhlé á sama tíma með það að markmiði að keyra til loka þaðan í frá.
Í endurræsingunni komst Vettel úr fimmta sæti í þriðja, hann komst fram úr báðum Red Bull bílunum. Max Verstappen á Toro Rosso fylgdi Vettel fram úr Red Bull.
Nico Hulkenberg lenti í samstuði við Ricciardo, framvængurinn á Force India bílnum brotnaði af og endaði undir bíl Þjóðverjans.
Kvyat lenti harkalega á varnarvegg á ráskafla brautarinnar og öryggisbíllinn kom út á hring 44. Staðan fyrir lokabaráttuna var Rosberg, Hamilton og Vettel. Vettel, Verstappen og Hamilton á glænýjum mjúku dekkjum og Rosberg á fimm hringjum eldri umgang. Verstappen var á næstum 20 hringja gömlum dekkjum.
Vettel tók fljótlega fram úr Verstappen og hóf að elta Hamilton. Rosberg tapaði forystunni til Hamilton sem var þá kominn í stöðu sem myndi gera hann að heimsmeistara.
Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.