Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 18:00 Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á neyðarbrautinni í janúar. Brautin nýttist einnig innanlandsfluginu í dag þegar snarpar vindhviður úr suðvestri gerðu ólendandi á öðrum flugbrautum. STÖÐ 2/BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON ÞG verktakar hafa sent inn beiðni til Samgöngstofu um að fá að reisa fyrstu byggingarkranana á Hlíðarendasvæðinu svokallaða þar sem um sexhundruð íbúðir og stærsta hótel landsins munu rísa á næstu misserum. Fáist beiðin samþykkt verður ekki hægt að nota norðaustur/suðvestur flugbrautina, sem oft hefur verið kölluð „Neyðarbrautin,“ meðan á framkvæmdum stendur. Í samtali við Vísi segir Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, að fyrirtækinu hafi ekki borist endanlegt svar frá Samgöngustofu en býst við því á allra næstu dögum enda er gert ráð fyrir fyrstu skóflustungunni á svæðinu á morgun eða þriðjudag. Þorvaldur segir að lengi hafi verið ljóst að leggja verði niður flug um brautina meðan á þessum framkvæmdum stendur. „Það lá alltaf fyrir að þetta flug yrði lagt niður svo að byggð gæti risið á svæðinu,“ segir Þorvaldur. „Við skiptum okkur svo sem ekkert af því enda gera ÞG verktakar ekki neitt annað en að koma inn á lóð sem er deiliskipulögð af Reykjavíkurborg og með útgefið byggingarleyfi sem búið var að gefa út áður en við fórum af stað. Fyrir okkur er þetta nákvæmlega sama fyrirkomulag og að byggja í Grafarholti eða í Bryggjuhverfinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að einhvers konar afgreiðsla milli ríkis og borgar sé þeim óviðkomandi. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem sér um rekstur flugvalla landsins segir í samtali við Vísi að fari kranar upp á þessu svæði muni það óneitanlega verði til þess að flugi verði beint á aðrar brautir - í þeim tilvikum þar sem það er mögulegt. „Þessi braut er náttúrulega bara notuð í ákveðinni vindátt, þegar það er of mikill hliðarvindur á hinar brautirnar. Ef ekki verður hægt að nýta brautina þá gætu flugvélar einfaldlega ekkert lent á vellinum í ákveðnum veðrum,“ segir Guðni. Þessu muni því fylgja þjónustuskerðing fyrir flugið í landinu. Ekki náðist í Þórhildi Elínu Elínardóttur upplýsingafulltrúa hjá Samgöngustofu við gerð þessarar fréttar. Tengdar fréttir Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45 Fordæma ákvörðun meirihlutans Fordæma þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að staðfesta samkomulag við Valsmenn ehf. um uppbyggingu íbúðalóða á þeim hluta Hlíðarendasvæðisins sem liggur að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 18. febrúar 2015 15:59 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
ÞG verktakar hafa sent inn beiðni til Samgöngstofu um að fá að reisa fyrstu byggingarkranana á Hlíðarendasvæðinu svokallaða þar sem um sexhundruð íbúðir og stærsta hótel landsins munu rísa á næstu misserum. Fáist beiðin samþykkt verður ekki hægt að nota norðaustur/suðvestur flugbrautina, sem oft hefur verið kölluð „Neyðarbrautin,“ meðan á framkvæmdum stendur. Í samtali við Vísi segir Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, að fyrirtækinu hafi ekki borist endanlegt svar frá Samgöngustofu en býst við því á allra næstu dögum enda er gert ráð fyrir fyrstu skóflustungunni á svæðinu á morgun eða þriðjudag. Þorvaldur segir að lengi hafi verið ljóst að leggja verði niður flug um brautina meðan á þessum framkvæmdum stendur. „Það lá alltaf fyrir að þetta flug yrði lagt niður svo að byggð gæti risið á svæðinu,“ segir Þorvaldur. „Við skiptum okkur svo sem ekkert af því enda gera ÞG verktakar ekki neitt annað en að koma inn á lóð sem er deiliskipulögð af Reykjavíkurborg og með útgefið byggingarleyfi sem búið var að gefa út áður en við fórum af stað. Fyrir okkur er þetta nákvæmlega sama fyrirkomulag og að byggja í Grafarholti eða í Bryggjuhverfinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að einhvers konar afgreiðsla milli ríkis og borgar sé þeim óviðkomandi. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem sér um rekstur flugvalla landsins segir í samtali við Vísi að fari kranar upp á þessu svæði muni það óneitanlega verði til þess að flugi verði beint á aðrar brautir - í þeim tilvikum þar sem það er mögulegt. „Þessi braut er náttúrulega bara notuð í ákveðinni vindátt, þegar það er of mikill hliðarvindur á hinar brautirnar. Ef ekki verður hægt að nýta brautina þá gætu flugvélar einfaldlega ekkert lent á vellinum í ákveðnum veðrum,“ segir Guðni. Þessu muni því fylgja þjónustuskerðing fyrir flugið í landinu. Ekki náðist í Þórhildi Elínu Elínardóttur upplýsingafulltrúa hjá Samgöngustofu við gerð þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45 Fordæma ákvörðun meirihlutans Fordæma þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að staðfesta samkomulag við Valsmenn ehf. um uppbyggingu íbúðalóða á þeim hluta Hlíðarendasvæðisins sem liggur að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 18. febrúar 2015 15:59 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45
Fordæma ákvörðun meirihlutans Fordæma þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að staðfesta samkomulag við Valsmenn ehf. um uppbyggingu íbúðalóða á þeim hluta Hlíðarendasvæðisins sem liggur að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 18. febrúar 2015 15:59
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00