Innlent

Ætla aftur að leggja til sniðgöngu á Ísrael

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Síðast þegar tillagan var lögð fram í borgarstjórn vakti það mikla athygli út fyrir landsteinana.
Síðast þegar tillagan var lögð fram í borgarstjórn vakti það mikla athygli út fyrir landsteinana. GVA
„Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, haldinn á Selfossi 23. – 25. október 2015, telur að þjóðarmorð Ísraelsríkis á Palestínumönnum verði ekki stöðvað með aðgerðaleysi. Hvetur fundurinn til þess að sett verði viðskiptabann á ísraelskar vörur og að ríkisstjórnin slíti stjórmálasambandi við Ísrael.“

Svo segir í ályktun landsfundar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem lauk klukkan tvö í dag.

Í ályktuninni er þingmáli VG um sniðgöngur á vörum framleiddum á hernumdu svæðunum í Palestínu fagnað.

Þá er þeim tilmælum beint til fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar í Reykjavíkurborg að leggja enn á ný fram tillögu um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael. 

„Með því að versla ekki við ísraelsk fyrirtæki þangað til Palestína verður frjáls skapar alþjóðasamfélagið þrýsting á yfirvöld þarlendis um að láta af framferði sínu. Alþjóðasamfélagið verður að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni í verki. Ísland skal sýna frumkvæði og áræðni í þessum málum,“ segir í ályktuninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×