Enski boltinn

Cahill: Við stöndum þétt við bakið á Mourinho

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gary Cahill og leikmenn Chelsea í gær.
Gary Cahill og leikmenn Chelsea í gær. vísir/getty
Gary Cahill, leikmaður Chelsea, segir að leikmenn liðsins standi þétt við bakið á stjóra liðsins Jose Mourinho.

Chelsea tapaði sínum fimmta leik í deildinni í gær og það fyrir West Ham United, 2-1. Liðið hefur því aðeins unnið þrjá leiki í fyrstu tíu umferðunum og er farið að hitna verulega undir Mourinho.

„Auðviðtað stöndum við þétt við bakið á Mourinho,“ segir Cahill.

„Með fullri virðingu fyrir honum, þá þarf hann ekkert okkar stuðning. Þegar maður hefur afrekað eins mikið og hann, þá þarf hann ekkert stuðning frá leikmönnunum.“

„Maður verður að bera virðingu fyrir honum sem stjóra. Það eru allir með mismunandi karakter. Það er enginn rétt eða röng leið í þessum bransa. Hvernig hann hefur stjórnað liðum hefur gengið vel fyrir hann undanfarin ár.“

Cahill segir að ef Mourinho vilji gagnrýna ákveðna leikmenn liðsins opinberlega þá sé það í þeirra höndum að svara gagnrýninni á vellinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×