„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2015 20:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn alls ekki síður styðja við jöfnuð í samfélaginu en aðrir flokkar. Hann boðaði að þjóðin, þegar fram líða stundir, eignast hlut í bönkunum og þakkaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar störf í flokknum. Heimir Már Pétursson fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og ræddi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Bjarna Benediktssonar og var hún spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri að færast yfir á vinstri vænginn með ummælum um stuðning við jöfnuð. „Bjarni Benediktsson er að benda á hið augljósa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga, jafnt karla sem kvenna, drengja sem stúlkna, og veita þeim jöfn tækifæri og það er það sem er verið að leggja áherslu á. Við segjum enn að fólk eigi að hafa slík tækifæri, við erum tilbúin ekki að grípa inn í með einhverri ríkisforsjá, þar sem allir eiga kannski að hafa sömu útkomu. Við treystum fólki til að vinna úr sínum tækifærum, allir hafa sömu tækifærin,“ sagði Ragnheiður en landsfundurinn í ár er einmitt tileinkaður sérstaklega konum. „Það er ánægjulegt líka fyrir okkur konur að núna eru fjórar konur á móti hverjum sex körlum og aldursbilið er líka að minnka,“ sagði Ragnheiður. Bjarni Benediktsson benti á góðan árangur Íslendinga án þess að vera í Evrópusambandinu og sagði Ragnheiður að sá árangur væri fyrir hendi. „Honum verður ekkert á móti mælt. Þeir sem eru innan Sjálfstæðisflokksins og vildu ljúka viðræðum við Evrópusambandið, þeir mæla ekki gegn því að þessi árangur hefur náðst, þrátt fyrir að það hafi ekki komið að. Við erum mjög stolt af árangri okkar, ekki bara Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur á fyrri ríkisstjórn hluta í því ferli sem nú er að skila okkur Íslendingum þeim árangri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sjá má innslag Heimis Más í kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn alls ekki síður styðja við jöfnuð í samfélaginu en aðrir flokkar. Hann boðaði að þjóðin, þegar fram líða stundir, eignast hlut í bönkunum og þakkaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar störf í flokknum. Heimir Már Pétursson fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og ræddi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Bjarna Benediktssonar og var hún spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri að færast yfir á vinstri vænginn með ummælum um stuðning við jöfnuð. „Bjarni Benediktsson er að benda á hið augljósa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga, jafnt karla sem kvenna, drengja sem stúlkna, og veita þeim jöfn tækifæri og það er það sem er verið að leggja áherslu á. Við segjum enn að fólk eigi að hafa slík tækifæri, við erum tilbúin ekki að grípa inn í með einhverri ríkisforsjá, þar sem allir eiga kannski að hafa sömu útkomu. Við treystum fólki til að vinna úr sínum tækifærum, allir hafa sömu tækifærin,“ sagði Ragnheiður en landsfundurinn í ár er einmitt tileinkaður sérstaklega konum. „Það er ánægjulegt líka fyrir okkur konur að núna eru fjórar konur á móti hverjum sex körlum og aldursbilið er líka að minnka,“ sagði Ragnheiður. Bjarni Benediktsson benti á góðan árangur Íslendinga án þess að vera í Evrópusambandinu og sagði Ragnheiður að sá árangur væri fyrir hendi. „Honum verður ekkert á móti mælt. Þeir sem eru innan Sjálfstæðisflokksins og vildu ljúka viðræðum við Evrópusambandið, þeir mæla ekki gegn því að þessi árangur hefur náðst, þrátt fyrir að það hafi ekki komið að. Við erum mjög stolt af árangri okkar, ekki bara Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur á fyrri ríkisstjórn hluta í því ferli sem nú er að skila okkur Íslendingum þeim árangri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sjá má innslag Heimis Más í kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00
Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30