Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2015 07:00 Gríðarleg uppbygging hefur verið á Vopnafirði frá því HB Grandi kom með hluta af starfsemi sinni á staðinn. mynd/hbgrandi Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands getur að óbreyttu orðið til þess að skatttekjur Vopnafjarðarhrepps á næsta ári skerðist stórlega. Bannið hefur gríðarleg áhrif á flest heimili á staðnum enda HB Grandi kjölfestan í atvinnulífinu á staðnum. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að stjórnvaldsákvörðun sem tekin er og hefur slík áhrif á eitt samfélag hljóti að kalla á aðkomu ríkisins að málinu. Það sé skýlaus krafa af hálfu sveitarstjórnar að skaði sé metinn og samfélaginu bættur skaðinn sem verður. Með þetta erindi fóru sveitarstjórnarmenn til fundar við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fimmtudag. „Við höfum rætt málið við þingmenn og ráðherra og þeir eru að skoða hinar ýmsu leiðir. En enn og aftur teljum við að áður en farið er í svona aðgerðir hefði átt að liggja fyrir aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ætti við, það er vönduð stjórnsýsla að okkar mati. Ekki skjóta og spyrja svo,“ segir Ólafur. Á Vopnafirði eru íbúar um 700 en 65 fastráðnir starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda allt árið. Þá eru ótaldir fimmtíu til sextíu starfsmenn sem koma til vinnu á álagstímum og í sumarafleysingum og missa alveg af þeim uppgripum eins og útlitið er. Um 30 prósent af launagreiðslum HB Granda á Vopnafirði eru vegna frystingar loðnuafurða á vetrarvertíð. Þróist mál þannig að lítið sem ekkert verði unnið af loðnu þá má reikna með að tekjutap sveitarfélagsins geti numið um 24 milljónum króna. Áætlaðar skatttekjur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2016 verða um 315 milljónir, þannig að bannið getur haft þau áhrif að skatttekjur skerðast um 7-8 prósent. Þess utan minnir Ólafur á að viðskiptabannið hefur áhrif á alla þætti samfélagsins s.s. verslun, rafverktaka, vélsmiðjur, veitingastaði og aðra þjónustustarfsemi.Ólafur Áki RagnarssonÁ Vopnafirði er eingöngu unninn uppsjávarfiskur, þar er engin bolfiskvinnsla eins og er á öllum öðrum stöðum sem innflutningsbannið snertir. Það er því ekki í annað að fara. Þá hafa framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum að stórum hluta byggst á þeirri starfsemi sem HB Grandi rekur á staðnum. Í ár standa t.d. yfir framkvæmdir í höfninni fyrir 160 milljónir króna, til að mæta stærri skipum og meiri umsvifum. „Fólk hefur miklar áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins, þetta er uppistaðan í atvinnu á staðnum. Ungt fólk hefur fjárfest í húsnæði, gert sín framtíðarplön sem byggja á ákveðnum forsendum. Svona inngrip af hálfu stjórnvalda breytir þeim plönum og setur fólk í ákveðna óvissu,“ segir Ólafur. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands getur að óbreyttu orðið til þess að skatttekjur Vopnafjarðarhrepps á næsta ári skerðist stórlega. Bannið hefur gríðarleg áhrif á flest heimili á staðnum enda HB Grandi kjölfestan í atvinnulífinu á staðnum. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að stjórnvaldsákvörðun sem tekin er og hefur slík áhrif á eitt samfélag hljóti að kalla á aðkomu ríkisins að málinu. Það sé skýlaus krafa af hálfu sveitarstjórnar að skaði sé metinn og samfélaginu bættur skaðinn sem verður. Með þetta erindi fóru sveitarstjórnarmenn til fundar við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fimmtudag. „Við höfum rætt málið við þingmenn og ráðherra og þeir eru að skoða hinar ýmsu leiðir. En enn og aftur teljum við að áður en farið er í svona aðgerðir hefði átt að liggja fyrir aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ætti við, það er vönduð stjórnsýsla að okkar mati. Ekki skjóta og spyrja svo,“ segir Ólafur. Á Vopnafirði eru íbúar um 700 en 65 fastráðnir starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda allt árið. Þá eru ótaldir fimmtíu til sextíu starfsmenn sem koma til vinnu á álagstímum og í sumarafleysingum og missa alveg af þeim uppgripum eins og útlitið er. Um 30 prósent af launagreiðslum HB Granda á Vopnafirði eru vegna frystingar loðnuafurða á vetrarvertíð. Þróist mál þannig að lítið sem ekkert verði unnið af loðnu þá má reikna með að tekjutap sveitarfélagsins geti numið um 24 milljónum króna. Áætlaðar skatttekjur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2016 verða um 315 milljónir, þannig að bannið getur haft þau áhrif að skatttekjur skerðast um 7-8 prósent. Þess utan minnir Ólafur á að viðskiptabannið hefur áhrif á alla þætti samfélagsins s.s. verslun, rafverktaka, vélsmiðjur, veitingastaði og aðra þjónustustarfsemi.Ólafur Áki RagnarssonÁ Vopnafirði er eingöngu unninn uppsjávarfiskur, þar er engin bolfiskvinnsla eins og er á öllum öðrum stöðum sem innflutningsbannið snertir. Það er því ekki í annað að fara. Þá hafa framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum að stórum hluta byggst á þeirri starfsemi sem HB Grandi rekur á staðnum. Í ár standa t.d. yfir framkvæmdir í höfninni fyrir 160 milljónir króna, til að mæta stærri skipum og meiri umsvifum. „Fólk hefur miklar áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins, þetta er uppistaðan í atvinnu á staðnum. Ungt fólk hefur fjárfest í húsnæði, gert sín framtíðarplön sem byggja á ákveðnum forsendum. Svona inngrip af hálfu stjórnvalda breytir þeim plönum og setur fólk í ákveðna óvissu,“ segir Ólafur.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira