Enski boltinn

Þið fáið engar fyndnar fyrirsagnir frá mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mouronho er ekki alltaf hrifinn af því þegar verið er að mynda hann.
Mouronho er ekki alltaf hrifinn af því þegar verið er að mynda hann. vísir/getty
Það reynir á Portúgalann Jose Mourinho, stjóra Chelsea, þessa dagana enda hefur gefið á bátinn hjá Chelsea í vetur.

Hann virðist vera orðinn þreyttur á ensku blaðamönnunum sem gera sér endalausan mat úr orðum hans.

„Þið fáið ekki góðar og fyndnar fyrirsagnir frá mér í dag," sagði Mourinho við blaðamenn en þessi orð eru reyndar ágætis fyrirsögn.

„Ég mun koma fram við yfirmenn ykkar eins og þeir koma fram við mig. Af engri virðingu. Ég er ekki að tala um fótbolta því það má vel gagnrýna mig vegna fótbolta."

Nýjasta nýtt er að blöðin hafa verið að fjalla um hvernig Mourinho brást við því er 14 ára strákur myndaði hann út á götu í Lundúnum. Hann virðist ýta við símastráksins.

„Ég er ekki hrifinn af því að þið séuð að skrifa um einkalíf fólks. Við munum því aðeins tala um hluti sem snúa að minni vinnu hjá Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×