Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. október 2015 12:53 Ungir sjálfstæðismenn hafa unnið í málefnavinnu undanfarið. Myndin er af Facebook síðu Ungra XD en birt með leyfi formanns. Mynd/UngirXD Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn nýrri Stjórnstöð ferðamála. Þá vilja þeir að hætt verði við þau áform að framhaldsskólanám verði aðeins í boði fyrir þá sem eru yngri en 25 ára, sýslumenn taki alfarið yfir framkvæmd hjónavígslna og að Ríkisútvarpið verði lagt niður. Þá telja þau framtíðarlausn felast í öðrum gjaldmiðlum en krónunni og leggja áherslu á að lögreglu verði gert skylt að mynda skýran og opinberan verkferil í kynferðisbrotamálum. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á en hópurinn mun leggja fram áttatíu breytingartillögur á ályktunardrögum málefnanefnanefnda Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Landsfundur flokksins hefst í dag og stendur fram á sunnudag.Hörður Þórhallsson verður framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Vísir/ValliStjórnstöð ferðamála er að mati Ungra sjálfstæðismanna aðeins viðbót við þær stofnanir sem fyrir eru og þegar fara með málefni ferðaþjónustunnar. Þeir leggjast gegn útþenslu ríkisvaldsins sem í hinni nýju stofnun felst.Ungliðahreyfingin leggur til umfangsmiklar breytingarStjórnstöð ferðamála var komið á fót nú í október og hefur nú þegar sætt mikilli gagnrýni. Til að mynda sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að óljóst væri hvernig það að koma á fót en einni stofnuninni leysti vanda ferðaþjónustunnar og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknar, telur sýnt að með þessu sé ekki sýnd ráðdeild í rekstri. Þá hefur ekki síst verið gagnrýnd sú ákvörðun að ráða Hörð Þórhallsson framkvæmdastjóra og það án auglýsingar. Stundin hefur flutt fréttir af því að Hörður sé Sjálfstæðismaður og sé skráður á landsfund sem fram fer nú um helgina. Það eru því ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðu og Framsóknar sem leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála heldur einnig ungliðahreyfing flokks Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra. Laufey Rún Ketilsdóttur, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir það stefnu SUS hvað varðar Stjórnstöð ferðamála að ekki sé verið að auka ríkisútgjöld. Hins vegar væri það til góðs ef að stofnunin þjónaði sem samráðsvettvangur og gerði það að verkum að önnur ríkisbatterí yrðu lögð niður.Laufey Rún Ketilsdóttir formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.Mynd/SUSUngir sjálfstæðismenn eru gagnrýnir á eigin flokk í tillögum sínum hvað varðar fleira en umrædda stjórnstöð og segja sjálfir fjölda þeirra endurspegla umfang þeirra breytinga sem ungir sjálfstæðismenn „telja nauðsynlegar til þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur að raunhæfum kosti fyrir ungt fólk.“ Því sér ekki aðeins stað í fyrrnefndri tillögu varðandi Stjórnstöð ferðamála heldur er það tillaga Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins að 25 ára aldursþak verði sett á þá sem hyggja á nám í framhaldsskóla. „Sjálfstæðismenn þurfa að horfast i augu við það að fylgi ungs fólks við flokkinn er að hverfa. Ungt fólk vill frjálsara samfélag og tillögur okkar ganga út á það,“ segir Laufey Rún. Hún hefur fulla trú á því að tillögurnar komi til með að hafa þýðingu þegar kemur að stefnumótunarstarfi flokksins um helgina. Tengdar fréttir Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25 Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn nýrri Stjórnstöð ferðamála. Þá vilja þeir að hætt verði við þau áform að framhaldsskólanám verði aðeins í boði fyrir þá sem eru yngri en 25 ára, sýslumenn taki alfarið yfir framkvæmd hjónavígslna og að Ríkisútvarpið verði lagt niður. Þá telja þau framtíðarlausn felast í öðrum gjaldmiðlum en krónunni og leggja áherslu á að lögreglu verði gert skylt að mynda skýran og opinberan verkferil í kynferðisbrotamálum. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á en hópurinn mun leggja fram áttatíu breytingartillögur á ályktunardrögum málefnanefnanefnda Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Landsfundur flokksins hefst í dag og stendur fram á sunnudag.Hörður Þórhallsson verður framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Vísir/ValliStjórnstöð ferðamála er að mati Ungra sjálfstæðismanna aðeins viðbót við þær stofnanir sem fyrir eru og þegar fara með málefni ferðaþjónustunnar. Þeir leggjast gegn útþenslu ríkisvaldsins sem í hinni nýju stofnun felst.Ungliðahreyfingin leggur til umfangsmiklar breytingarStjórnstöð ferðamála var komið á fót nú í október og hefur nú þegar sætt mikilli gagnrýni. Til að mynda sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að óljóst væri hvernig það að koma á fót en einni stofnuninni leysti vanda ferðaþjónustunnar og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknar, telur sýnt að með þessu sé ekki sýnd ráðdeild í rekstri. Þá hefur ekki síst verið gagnrýnd sú ákvörðun að ráða Hörð Þórhallsson framkvæmdastjóra og það án auglýsingar. Stundin hefur flutt fréttir af því að Hörður sé Sjálfstæðismaður og sé skráður á landsfund sem fram fer nú um helgina. Það eru því ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðu og Framsóknar sem leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála heldur einnig ungliðahreyfing flokks Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra. Laufey Rún Ketilsdóttur, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir það stefnu SUS hvað varðar Stjórnstöð ferðamála að ekki sé verið að auka ríkisútgjöld. Hins vegar væri það til góðs ef að stofnunin þjónaði sem samráðsvettvangur og gerði það að verkum að önnur ríkisbatterí yrðu lögð niður.Laufey Rún Ketilsdóttir formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.Mynd/SUSUngir sjálfstæðismenn eru gagnrýnir á eigin flokk í tillögum sínum hvað varðar fleira en umrædda stjórnstöð og segja sjálfir fjölda þeirra endurspegla umfang þeirra breytinga sem ungir sjálfstæðismenn „telja nauðsynlegar til þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur að raunhæfum kosti fyrir ungt fólk.“ Því sér ekki aðeins stað í fyrrnefndri tillögu varðandi Stjórnstöð ferðamála heldur er það tillaga Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins að 25 ára aldursþak verði sett á þá sem hyggja á nám í framhaldsskóla. „Sjálfstæðismenn þurfa að horfast i augu við það að fylgi ungs fólks við flokkinn er að hverfa. Ungt fólk vill frjálsara samfélag og tillögur okkar ganga út á það,“ segir Laufey Rún. Hún hefur fulla trú á því að tillögurnar komi til með að hafa þýðingu þegar kemur að stefnumótunarstarfi flokksins um helgina.
Tengdar fréttir Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25 Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25
Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53