Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2015 11:15 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Starfsmaður á sextugsaldri komst undan ógnandi ræningjum á hlaupum. Mynd/Loftmyndir.is Tveir menn vopnaðir öxi rændu skartgripum úr hirslum skartgripaverslunarinnar Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 17 síðdegis í gær. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Annar mannanna var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var ránið hrottafengið eins og sjá má á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Myndbandið er mjög sláandi að sögn lögreglu.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmMildi að enginn slasaðist í árekstri Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs. Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lögregla óskar eftir aðstoð frá almenningi sem mögulega varð vitni að akstri bifreiðarinnar frá Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum. Allar upplýsingar eru vel þegnar, hvort sem þær snúa að akstri bifreiðarinnar, akstursleið, bifreiðinni, ökumanni eða farþegum í bílnum. Sömuleiðis ef fólk varð vart við tjón á bílum sínum í gær þá má mögulega rekja það til aksturs jepplingsins. Hann er talinn stolinn en hann var á röngum skráningarnúmerum. Best er að hafa samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá hér.Tjónið hleypur á milljónum króna.Vísir/VilhelmHúsleitir framundan í dag Málið teygir anga sína víða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og koma fíkniefni við sögu. Lögreglumenn á Suðurnesjum og sérsveitarmenn komu að málinu í gær og handtóku annan mannanna í Keflavík seint í gærkvöldi. Maðurinn varð á vegi lögreglu, reyndi að flýja á hlaupum og skaut úr loftbyssu í átt að lögreglumönnum af skömmu færi. Rannsókn málsins er í fullum gangi og var unnið að því fram á nótt en verðmæti þýfisins er töluvert og nemur milljónum króna. Auk starfsmannsins í Gullsmiðjunni urðu almennir borgarar fyrir mjög ógnandi hegðun af hendi ræningjunum. Allar ábendingar er varða ránið og akstur hvíta Nissan-jepplingsins frá Lækjargötu í Hafnarfirði, eftir Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum við Reykjanesbraut óskast sendar á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er í fullum gangi og húsleitir fyrirhugaðar í dag. Tengdar fréttir Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Tveir menn vopnaðir öxi rændu skartgripum úr hirslum skartgripaverslunarinnar Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 17 síðdegis í gær. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Annar mannanna var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var ránið hrottafengið eins og sjá má á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Myndbandið er mjög sláandi að sögn lögreglu.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmMildi að enginn slasaðist í árekstri Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs. Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lögregla óskar eftir aðstoð frá almenningi sem mögulega varð vitni að akstri bifreiðarinnar frá Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum. Allar upplýsingar eru vel þegnar, hvort sem þær snúa að akstri bifreiðarinnar, akstursleið, bifreiðinni, ökumanni eða farþegum í bílnum. Sömuleiðis ef fólk varð vart við tjón á bílum sínum í gær þá má mögulega rekja það til aksturs jepplingsins. Hann er talinn stolinn en hann var á röngum skráningarnúmerum. Best er að hafa samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá hér.Tjónið hleypur á milljónum króna.Vísir/VilhelmHúsleitir framundan í dag Málið teygir anga sína víða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og koma fíkniefni við sögu. Lögreglumenn á Suðurnesjum og sérsveitarmenn komu að málinu í gær og handtóku annan mannanna í Keflavík seint í gærkvöldi. Maðurinn varð á vegi lögreglu, reyndi að flýja á hlaupum og skaut úr loftbyssu í átt að lögreglumönnum af skömmu færi. Rannsókn málsins er í fullum gangi og var unnið að því fram á nótt en verðmæti þýfisins er töluvert og nemur milljónum króna. Auk starfsmannsins í Gullsmiðjunni urðu almennir borgarar fyrir mjög ógnandi hegðun af hendi ræningjunum. Allar ábendingar er varða ránið og akstur hvíta Nissan-jepplingsins frá Lækjargötu í Hafnarfirði, eftir Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum við Reykjanesbraut óskast sendar á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er í fullum gangi og húsleitir fyrirhugaðar í dag.
Tengdar fréttir Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27
Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18