Enski boltinn

West Ham vann Chelsea | Mourinho sá rautt

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty
West Ham United vann magnaðan sigur á Chelsea, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Það ætlar ekkert að ganga upp hjá Englandsmeisturunum í Chelsea á tímabilinu og ekki hófst leikurinn vel fyrir þá.

Mauro Zarate  skoraði fyrsta mark leiksins fyrir West Ham eftir aðeins korters leik. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fékk Nemanja Matic sitt annað gula spjald og því varð hann að fara í sturtu. Chelsea menn voru alls ekki sáttir með dómarann og endaði það með því að Jose Mourinho og aðstoðarmaður hann fengu báðir rautt spjald og urðu að fara upp í stúku.

Í upphafi síðari hálfleiks komu gestirnir í Chelsea til baka og jafnaði Gary Cahill metin með laglegu marki.

En það var Andy Carroll  sem tryggði West Ham stigin þrjú með fínu skallamarki tíu mínútum fyrir leikslok. West Ham er með 20 stig í öðru sæti deildarinnar. Chelsea er í 15. sætinu með aðeins ellefu stig. 

Mauro Zarate kemur West Ham yfir 1-0


Gary Cahill jafnar fyrir Chelsea -1-1


Andy Carroll kemur West í 2-1





Fleiri fréttir

Sjá meira


×