Innlent

Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Í Laugarneskirkju voru stuttir tónleikar. Laura Telati, nú nemi í Laugalækjarskóla, kvaddi sér hljóðs. Hún hvatti til baráttu fyrir lífi án landamæra og valdamisræmis.
Í Laugarneskirkju voru stuttir tónleikar. Laura Telati, nú nemi í Laugalækjarskóla, kvaddi sér hljóðs. Hún hvatti til baráttu fyrir lífi án landamæra og valdamisræmis. Fréttablaðið/Stefán
Börn í Laugarneskirkju fengu í meðmælagöngu í Laugarneshverfi í gærkvöldi. Þau vilja bjóða hælisleitendur og flóttafólk velkomið, það með talda Telati fjölskylduna, sem ekki fær hæli á Íslandi. Þau kalla sig Breyt­end­ur á Adrenalíni og kynntu sig sem mann­rétt­inda­hreyf­ing ungs fólks.

Í Laugarneskirkju voru stuttir tónleikar eftir gönguna þar sem Laura Telati, nú nemandi í Laugalækjarskóla kvaddi sér hljóðs. Hún hvatti til baráttu fyrir lífi án landamæra og valdamisræmis. „Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“

Hún höfðaði líka til skynseminnar og sagði Ísland búa yfir stóru landflæmi en íbúar væru fáir. Fleira fólk gæti auðgað samfélagið og gert það sterkara. „Hvers vegna ekki að koma með fleira fólk hingað?“ sagði hún. „Ef það er fleiri fólk þá vinna fleiri. Með meiri vinnu verða meiri skatt­tekj­ur. Með meiri skatt­tekj­um þá vænkast hag­ur rík­is­ins,“ sagði hún.

Einn af aðstandendum viðburðarins, Guðjón Þór Jósefsson sagði brotið á réttindum barna með þvíað vísa albönsku fjölskyldunni úr landi. „Þrátt fyr­ir mik­il­vægi mann­rétt­inda og málsmeðferðar ein­stak­ling­anna ætla ég að ein­blína hér á rétt­indi barna,“ sagði hann og vísaði í barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. En í honum segir að þjóðir sem hafa samþykkt sáttmálann eigi að hafa það að leiðarljósi það sem er barni fyrir bestu.


Tengdar fréttir

Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli

Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×