Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2015 17:42 Frá 85 balli MS árið 2010. mynd/belja.is Ekkert verður af því að 85 ballið, stærsti árlegi viðburður Menntaskólans við Sund, mun ekki fara fram í kvöld líkt og áætlað var vegna þess að ekki fékkst leyfi til að halda það. Ástæðan er verkfall starfsfólks hjá sýslumanni sem er í SFR.Guðjón Þorri Bjarkason, ármaður MSNemendum var tilkynnt um þetta fyrir skemmstu í tölvupósti frá kennslustjóra skólans. Þar kemur fram að alveg liggi skýrt fyrir af hálfu lögreglunnar að ekki sé hægt að halda ballið án tilskilinna leyfa. „Það er ömurlegt að lenda í þessu,“ segir Guðjón Þorri Bjarkason ármaður Menntaskólans við Sund í samtali við Vísi. „Við fórum með umsóknina löngu áður en verkfallið skall á en það náði ekki í gegn í tíma þrátt fyrir að þau hafi lofað okkur afgreiðslu. Við höfum haft samband við alla til að reyna að fá undanþágu en það virðist ekki ganga.“ Aðspurður um hvað verði gert, hvort ballinu verði frestað eða hvað nemendur ætli til bragðs að taka, segir Guðjón að það sé ekki komið í ljós. Málið sé svo nýtilkomið. Það kemur í ljós von bráðar hvað verði gert. 85 ballið er lokahnykkurinn á 80‘s viku skólans en nær allir nemendur hans mæta á ballið. Áætlað var að Moonboots, Herbert Guðmundsson og Siggi Hlö myndu leika fyrir dansi.#85sms pic.twitter.com/Dti8714EuT— Sindri Pétursson (@SindriPetursson) October 22, 2015 Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekkert verður af því að 85 ballið, stærsti árlegi viðburður Menntaskólans við Sund, mun ekki fara fram í kvöld líkt og áætlað var vegna þess að ekki fékkst leyfi til að halda það. Ástæðan er verkfall starfsfólks hjá sýslumanni sem er í SFR.Guðjón Þorri Bjarkason, ármaður MSNemendum var tilkynnt um þetta fyrir skemmstu í tölvupósti frá kennslustjóra skólans. Þar kemur fram að alveg liggi skýrt fyrir af hálfu lögreglunnar að ekki sé hægt að halda ballið án tilskilinna leyfa. „Það er ömurlegt að lenda í þessu,“ segir Guðjón Þorri Bjarkason ármaður Menntaskólans við Sund í samtali við Vísi. „Við fórum með umsóknina löngu áður en verkfallið skall á en það náði ekki í gegn í tíma þrátt fyrir að þau hafi lofað okkur afgreiðslu. Við höfum haft samband við alla til að reyna að fá undanþágu en það virðist ekki ganga.“ Aðspurður um hvað verði gert, hvort ballinu verði frestað eða hvað nemendur ætli til bragðs að taka, segir Guðjón að það sé ekki komið í ljós. Málið sé svo nýtilkomið. Það kemur í ljós von bráðar hvað verði gert. 85 ballið er lokahnykkurinn á 80‘s viku skólans en nær allir nemendur hans mæta á ballið. Áætlað var að Moonboots, Herbert Guðmundsson og Siggi Hlö myndu leika fyrir dansi.#85sms pic.twitter.com/Dti8714EuT— Sindri Pétursson (@SindriPetursson) October 22, 2015
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00
Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53