Innlent

Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Telati-fjölskyldan með bréfið frá Útlendingastofnun þar sem þeim var tjáð að þeim væri synjað um hæli.
Telati-fjölskyldan með bréfið frá Útlendingastofnun þar sem þeim var tjáð að þeim væri synjað um hæli. vísir/gva
Æskulýðsfélag krakka í Laugarneskirkju sem eru 14 ára og eldri, Breytendur á Adrenalíni, standa fyrir meðmælagöngu í klukkan 19.30 í kvöld til þess að bjóða hælisleitendur og flóttafólk velkomið.

Krakkarnir í hópnum eru í Laugalækjarskóla ásamt þeim Lauru og Janie Telati en Útlendingastofnun synjaði þeim, foreldrum þeirra og bróður um hæli síðastliðinn föstudag.

Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Laugarneskirkju, segir hugmyndafræði Breytenda á Adrenalíni vera þá að þeir vilji breyta hlutunum.

„Hugmyndafræðin er sótt í alþjóðleg samtök sem heita Change Makers og hafa beitt sér fyrir félagslegum málum undir hatti kirkjunnar. En í Breytendum á Adrenalíni eru sem sagt virkir krakkar sem eru með albönsku krökkunum í skóla og þau vilja leggja sitt af mörkum til að senda þau skilaboð að þau séu velkomin.“

Gangan hefst eins og áður segir klukkan 19.30 og leggur af stað frá verslunni Frú Laugu við Laugalæk en Facebook-síða göngunnar er hér.


Tengdar fréttir

Fjölskyldan fékk synjun um hæli

Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi.

Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli

Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×