Flóttamenn sem breyttu heiminum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2015 17:30 Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklum vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þeir geta til að koma sér og sínum í öruggt skjól. Á vefsíðu CNN má sjá fréttaskýringu þar sem farið er yfir flóttamenn sem hafa heldur betur sett svip sinn á heiminn, og það á öllum sviðum. Hvort sem það er í menningu, íþróttaheiminum, tónlist eða í stjórnmálum. Marlene DietrichDietrichmynd/cnnLeik- og söngkona sem varð mjög fræg í Þýskalandi um 1920. Tíu árum síðar varð hún að flýja land og hélt á leið til Hollywood þar sem hún varð heimsfræg. Freddie MercuryMercuryEinn allra þekktasti söngvari allra tíma sem fór fyrir hljómsveitinni Queen. Fæddist í Zanzibar en fjölskylda hans varð að yfirgefa landið þar sem blóðug styrjöld geisaði í landinu árið 1964. Þau fluttu saman til London þar sem hann kynntist meðlimum Queen. Albert EinsteinEinsteinSennilega einn mikilvægasti fræðimaður sögunnar og braut hann blað í sögu eðlisfræðinnar. Varð að flýja frá Þýskalandi eftir að hafa verið ofsóttur af nasistum. Hann fór til Bandaríkjanna árið 1933 og sneri aldrei til baka. Gloria EstefanEstefanOft kölluð drottningin í suðrænu poppi en hún bjó fyrstu tvö ár lífs síns á Kúbu. Fjölskylda hennar varð að yfirgefa landið árið 1959 og hélt til Miami í Bandaríkjunum. Estefan hefur selt yfir 100 milljónir platna og unnið nokkur Grammy-verðlaun. Luol DengDengFæddist árið 1985 í Súdan. Gríðarlega erfitt ástand var í landinu á þeim tíma og flúði hann ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands og þaðan til Englands. Hann fór í nám í Bandaríkjunum, varð síðar atvinnumaður í körfubolta og hefur spilað með Chicago Bulls, Cleveland Cavaliers og Miami Heat í NBA – deildinni. Madeleine AlbrightAlbrightVarð fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna en hún fæddist árið 1937 í Tékklandi. Fjölskylda hennar varð að flýja frá nasistum í síðari heimsstyrjöldinni á sínum tíma. Hún sneri síðar til baka en fór fyrir fullt og allt árið 1948. Sigmund FreudFreudOft kallaður faðir sálfræðinnar en hann endurskilgreindi hvernig fólk um allan heim horfir á starfsemi hugans. Varð flóttamaður undir lok ævi sinnar þegar nasistar tóku völdin í Austurríki og brenndu til að mynda bækur Freud. Hann flúði, ásamt eiginkonu sinni, frá Vín til London árið 1938. Victor HugoHugoMaðurinn sem skrifaði Vesalingana eða Les Miserables. Varð að yfirgefa Frakkland um miðja 19. öld þar sem hann var á móti hugmyndfræði Napoleon III. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklum vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þeir geta til að koma sér og sínum í öruggt skjól. Á vefsíðu CNN má sjá fréttaskýringu þar sem farið er yfir flóttamenn sem hafa heldur betur sett svip sinn á heiminn, og það á öllum sviðum. Hvort sem það er í menningu, íþróttaheiminum, tónlist eða í stjórnmálum. Marlene DietrichDietrichmynd/cnnLeik- og söngkona sem varð mjög fræg í Þýskalandi um 1920. Tíu árum síðar varð hún að flýja land og hélt á leið til Hollywood þar sem hún varð heimsfræg. Freddie MercuryMercuryEinn allra þekktasti söngvari allra tíma sem fór fyrir hljómsveitinni Queen. Fæddist í Zanzibar en fjölskylda hans varð að yfirgefa landið þar sem blóðug styrjöld geisaði í landinu árið 1964. Þau fluttu saman til London þar sem hann kynntist meðlimum Queen. Albert EinsteinEinsteinSennilega einn mikilvægasti fræðimaður sögunnar og braut hann blað í sögu eðlisfræðinnar. Varð að flýja frá Þýskalandi eftir að hafa verið ofsóttur af nasistum. Hann fór til Bandaríkjanna árið 1933 og sneri aldrei til baka. Gloria EstefanEstefanOft kölluð drottningin í suðrænu poppi en hún bjó fyrstu tvö ár lífs síns á Kúbu. Fjölskylda hennar varð að yfirgefa landið árið 1959 og hélt til Miami í Bandaríkjunum. Estefan hefur selt yfir 100 milljónir platna og unnið nokkur Grammy-verðlaun. Luol DengDengFæddist árið 1985 í Súdan. Gríðarlega erfitt ástand var í landinu á þeim tíma og flúði hann ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands og þaðan til Englands. Hann fór í nám í Bandaríkjunum, varð síðar atvinnumaður í körfubolta og hefur spilað með Chicago Bulls, Cleveland Cavaliers og Miami Heat í NBA – deildinni. Madeleine AlbrightAlbrightVarð fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna en hún fæddist árið 1937 í Tékklandi. Fjölskylda hennar varð að flýja frá nasistum í síðari heimsstyrjöldinni á sínum tíma. Hún sneri síðar til baka en fór fyrir fullt og allt árið 1948. Sigmund FreudFreudOft kallaður faðir sálfræðinnar en hann endurskilgreindi hvernig fólk um allan heim horfir á starfsemi hugans. Varð flóttamaður undir lok ævi sinnar þegar nasistar tóku völdin í Austurríki og brenndu til að mynda bækur Freud. Hann flúði, ásamt eiginkonu sinni, frá Vín til London árið 1938. Victor HugoHugoMaðurinn sem skrifaði Vesalingana eða Les Miserables. Varð að yfirgefa Frakkland um miðja 19. öld þar sem hann var á móti hugmyndfræði Napoleon III.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira