Vill auka umræðuna um skaðsemi fíkniefna: „Þetta er bara eins og rúlletta“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2015 21:00 Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12