Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2015 10:50 Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir með verðlaunin. mynd/adda Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla hér á landi. Átakið vakti auk þess mikla athygli erlendis, meðal annars í Tævan, þar sem Adda er stödd nú en í gær tók hún við verðlaunum þar fyrir jafnréttisbaráttu sína. Verðlaunin voru veitt á ungmennaráðstefnu sem nú er haldin í tíunda skiptið en verðlaunin, Youth of the Year Award Taiwan, hafa ekki verið veitt áður. „Það var maður sem heitir Lewis Lu sem sendi mér Facebook-skilaboð í ágúst og bauð mér á ungmennaráðstefnu hér í Taívan núna í október. Þá sagði hann mér líka að það ætti að veita mér verðlaun en mér datt ekki annað í hug en að þetta væri rugl. Svo komst ég reyndar að því með smá rannsóknarvinnu að þetta væru fullkomlega eðlileg skilaboð en auk mín fengu fjórir aðrir verðlaun á ráðstefnunni,“ segir Adda í samtali við Vísi.Verðlaunin sem Adda fékk.mynd/adda„Maður er bara eins og súperstjarna hérna“ Verðlaunin eru veitt ungmennum undir 18 ára sem hafa með hugrekki sínu sýnt að þau vilja breyta heiminum en hinir vinningshafarnir fjórir koma frá Sýrlandi, Tansaníu, Malaví og Tævan en á bloggsíðu Öddu má lesa meira um verðlaunahafana. Adda segir að þau hafi hitt ýmsa í tengslum við verðlaunin, meðal annars Tsai Ing-Wen, sem er formaður Lýðræðisflokksins en hún er talin líkleg til að vinna forsetakosningar í landinu í janúar og verða þar með fyrsta konan til að gegna því embætti í Tævan. Íslenska Free the Nipple-átakið er að sögn Öddu vel þekkt í Tævan. „Maður er bara eins og súperstjarna hérna og það er búið að taka ótrúlega mikið af myndum af mér,“ segir hún hlæjandi og blaðamaður verður að viðurkenna að það kemur honum á óvart en Adda útskýrir málið: „Ég hitti tvo tævanska stráka á Íslandi í sumar og þeir tóku viðtal við mig um Free the Nipple og svo birtist það í blaði hér úti.“Adda ásamt systur sinni, Völu, og Chao Ching-Yu, femínista, sem veitti henni verðlaunin.mynd/addaHvatning til að halda áfram Aðspurð hvað verðlaunin þýði fyrir hana segir Adda að þetta sé viðurkenning á því að hún sé að gera eitthvað sem skipti máli. „Þetta er bara mikil hvatning að halda áfram og fræða fólk um ástandið í heiminum, ekki síst í Afríku þar sem staðan er ekki góð,“ segir Adda en á ungmennaráðstefnunni er meðal annars lögð áhersla á góðgerðarmál og tengist hún samtökunum Heart for Africa sem hjón frá Kanada standa fyrir. „Þau búa í Svasílandi og reka þar heimili fyrir munaðarlaus börn. Þau eru með 105 börn undir fimm ára á sínu forræði og 280 manns í vinnu. Á hverju ári safna krakkarnir á ráðstefnunni peningum fyrir þessi samtök og í ár erum við að safna fyrir vatnslóni en það er mjög erfitt að nálgast vatn í Svasílandi,“ segir Adda. Í vetur býr Adda á Spáni þar sem hún er í skiptinámi en hún segist svo gjarnan vilja fara til Svasílands, heimsækja samtökin og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi á þeirra vegum. „Ég bý rétt fyrir utan Madríd og næ vonandi eitthvað að fræða fólkið í skólanum mínum úti um það sem ég hef lært hér á ráðstefnunni. Svo geri ég það sama þegar ég kem heim til Íslands,“ segir Adda. Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla hér á landi. Átakið vakti auk þess mikla athygli erlendis, meðal annars í Tævan, þar sem Adda er stödd nú en í gær tók hún við verðlaunum þar fyrir jafnréttisbaráttu sína. Verðlaunin voru veitt á ungmennaráðstefnu sem nú er haldin í tíunda skiptið en verðlaunin, Youth of the Year Award Taiwan, hafa ekki verið veitt áður. „Það var maður sem heitir Lewis Lu sem sendi mér Facebook-skilaboð í ágúst og bauð mér á ungmennaráðstefnu hér í Taívan núna í október. Þá sagði hann mér líka að það ætti að veita mér verðlaun en mér datt ekki annað í hug en að þetta væri rugl. Svo komst ég reyndar að því með smá rannsóknarvinnu að þetta væru fullkomlega eðlileg skilaboð en auk mín fengu fjórir aðrir verðlaun á ráðstefnunni,“ segir Adda í samtali við Vísi.Verðlaunin sem Adda fékk.mynd/adda„Maður er bara eins og súperstjarna hérna“ Verðlaunin eru veitt ungmennum undir 18 ára sem hafa með hugrekki sínu sýnt að þau vilja breyta heiminum en hinir vinningshafarnir fjórir koma frá Sýrlandi, Tansaníu, Malaví og Tævan en á bloggsíðu Öddu má lesa meira um verðlaunahafana. Adda segir að þau hafi hitt ýmsa í tengslum við verðlaunin, meðal annars Tsai Ing-Wen, sem er formaður Lýðræðisflokksins en hún er talin líkleg til að vinna forsetakosningar í landinu í janúar og verða þar með fyrsta konan til að gegna því embætti í Tævan. Íslenska Free the Nipple-átakið er að sögn Öddu vel þekkt í Tævan. „Maður er bara eins og súperstjarna hérna og það er búið að taka ótrúlega mikið af myndum af mér,“ segir hún hlæjandi og blaðamaður verður að viðurkenna að það kemur honum á óvart en Adda útskýrir málið: „Ég hitti tvo tævanska stráka á Íslandi í sumar og þeir tóku viðtal við mig um Free the Nipple og svo birtist það í blaði hér úti.“Adda ásamt systur sinni, Völu, og Chao Ching-Yu, femínista, sem veitti henni verðlaunin.mynd/addaHvatning til að halda áfram Aðspurð hvað verðlaunin þýði fyrir hana segir Adda að þetta sé viðurkenning á því að hún sé að gera eitthvað sem skipti máli. „Þetta er bara mikil hvatning að halda áfram og fræða fólk um ástandið í heiminum, ekki síst í Afríku þar sem staðan er ekki góð,“ segir Adda en á ungmennaráðstefnunni er meðal annars lögð áhersla á góðgerðarmál og tengist hún samtökunum Heart for Africa sem hjón frá Kanada standa fyrir. „Þau búa í Svasílandi og reka þar heimili fyrir munaðarlaus börn. Þau eru með 105 börn undir fimm ára á sínu forræði og 280 manns í vinnu. Á hverju ári safna krakkarnir á ráðstefnunni peningum fyrir þessi samtök og í ár erum við að safna fyrir vatnslóni en það er mjög erfitt að nálgast vatn í Svasílandi,“ segir Adda. Í vetur býr Adda á Spáni þar sem hún er í skiptinámi en hún segist svo gjarnan vilja fara til Svasílands, heimsækja samtökin og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi á þeirra vegum. „Ég bý rétt fyrir utan Madríd og næ vonandi eitthvað að fræða fólkið í skólanum mínum úti um það sem ég hef lært hér á ráðstefnunni. Svo geri ég það sama þegar ég kem heim til Íslands,“ segir Adda.
Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04
Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30